Gripla - 01.01.1984, Page 70
66 GRIPLA
Aftan við dóminn er ‘svar og uppáskrift’ amtmanns á þessa leið:
Effter denne sags Beskaffenhed syuniss mig hóyfornóden, at denne dom till Kongl.
Maytz allernaadigst Resolution blifver udsendt tillige med Herritztingss dommen,
og Vidnisbyrderne, som der udj gangen er, og at sysselmanden, ufeilbarlig mig der
af inden 4re dagerss forlób Vidimered Copie til Eegne hander forskaffer, paa det,
ieg da allsammen paa tilbórlig steder kand fremsende. Ved Auxeraa d. 10 Julij A°
1690. /:underskrifad nafn:/ Christian Muller.
Magnús Jónsson lögmaður staðfestir eftirritið með nafni og innsigli á
Brimnesvöllum (þ. e. Brimilsvöllum) 24. júlí 1690.
3. Tóuvers Klemusar Bjarnasonar ásamt greinargerð Magnúsar Jóns-
sonar lögmanns, sem er undirrituð á Brimnesvöllum 24. júlí 1690. Sjá
mynd. Versið er á fremstu síðu tvíblöðungs (20.7 X 16 sm). Á öftustu
síðu hefur verið skrifað: ‘Tou Werss Klemusar Biarnarss’. Bl. lv og 2r
eru auð.
4. Héraðsskjölin og alþingisdómur í danskri þýðingu, og er aftan við
svofelld athugasemd Heidemanns landfógeta, sem hefur annast þýðing-
una:
Dette forschrefne er det retteste som Jeg har kundet og forstoed det Jsslandshe
Maal fordansked effter den Jsslandshe original som her hoss fólger. Actum Kióben-
hafn d. 3 Octobris A°: 1690 Christoffer Heideman.
Á eftir fer uppskrift á tóuversi Klemusar (‘Clemus Bjórnssons Ræfve
vers’) ásamt danskri þýðingu þess. íslenski textinn er án efa skrifaður
upp eftir nr. 3. Orðamunur er enginn.
5. Umsókn Rögnvalds Sigmundssonar sýslumanns til konungs þess
efnis, að hann fái greiddan kostnað við uppihald Klemusar af óvissum
sakeyri næsta árs; aftan við er umsögn eða skýring (‘Erklering’) amt-
manns, dagsett á Bessastöðum 16. júlí 1690.
6. Bréfið til amtmanns, 5. maí 1691, um Klemus Bjarnason.
Sakargiftum í máli Klemusar er lauslega lýst í alþingisdómi, en koma
skýrar fram í héraðsdómum. Málið var tekið fyrst fyrir á þriggja hreppa
þingi að Hrófbergi (skrifað Hróberg í málskjölunum) við Steingríms-
fjörð 3. sept. 1689, og voru þar tilnefndir af sýslumanninum Rögnvaldi
Sigmundssyni tólf dómsmenn til að skoða, gaumgæfilega að rannsaka og
dómsatkvæði uppsegja um galdragrunsemdaráburð Kolbeins Jónssonar
til Klemusar Bjarnasonar. Dómsmenn voru tilnefndir: Árni Vigfússon
lögréttumaður, Magnús Björnsson, Ásgeir Sigurðsson, Páll Gunnlaugs-