Gripla - 01.01.1984, Page 71
TOUVERS KLEMUSAR BJARNASONAR
67
son, Eiríkur Indriðason, Björn Sveinsson, Gísli Ásgeirsson, Steinn
Magnússon, Þórður Arason hreppstjórar, Ólafur Þórarinsson, Magnús
Erlendsson, Björn Jónsson. Áburður Kolbeins Jónssonar var svolát-
andi:
Þad auglýse eg Kolbeirnn Jonsson med þessu mýnu Brefe og vnder skrifudu Nafne,
ad eg frammber solatande frammburd Klemuse Biarnasine a hendur sem effter-
filger, ad eg hefe greindann Klemvs Biamnason fullkomlega grunsamann, ad hann
hafe med fiólkýnge og fordæduskap ollad þeirre storkostlegre veike og kvalrædiss
krankleika sem Mýn saluga echtakona Gudriin Arna dottur vnder lá a Næst vmm-
lidnumm vetrar týma, og ei veit eg Betvr firer gude og Minne samviskv Enn hier
fir nefndur Klemus Biamason sie sekvr i þessu mále, Biödande Mig til þennann
Minn ofann skrifadann frammbvrd med eide ad sanna (ef þórf sýnist) öska eg og
beidist af sýslv manninumm Rógnvallde Sigmundssine, ad hann guds, Riettarins og
Sýns embættis vegna kome þessu Mále vnder frekara laga Rannsak þad allra firsta
er þuj vid koma kann, enn til fullkomlegrar stadfestu og vissara efftertekta skrifa
eg mitt Nafn hier vnder med eiginn hende, ad Bassastódumm J Kalldadar Ness
sokn, Anno 1689 19 Avgvstij, Kolbeirnn Jonsson M E h.
Sömu dómsmenn voru tilnefndir af sýslumanni til að rannsaka áburð
Jóns Bjarnasonar, sem hann bar nú fyrir dóminum á hendur Klemusi,
svolátandi:
Eg Jon Biarnason lýse þuj ad eg ber Klemus Biarnason þeim aburde, ad eg helld
hann valldann af þeim veikleika sem Mýn echta kona Ölvf Ions dottvr hefur haft
ad bera a þessumm vmm lidnumm vetre, og allt til þess nu er komid, med öleife-
legre galldra konst, vitande ei betur firer gude og minne samvisku enn eg þetta
satt seige, Öska eg af sýslv Manninumm Rógnvallde Sigmundssine, ad hann þetta
mal firer sig take og vnder laga Rannsak koma late.
Málsaðilar Kolbeinn Jónsson og Klemus Bjarnason voru fyrir dómi,
og játaði Klemus sig lögboðaðan á þingið af sýslumanninum. Aðspurðir
af sýslumanni og dómsmönnum gáfu þingsóknarmenn Kolbeini ‘göda,
lofsverda og erlega kinnýng til Máls og giórda, og Jatudu hann valinn-
kunnann mann ad fomu og nýu’. Þá voru þingsóknarmenn aðspurðir og
tilkrafðir um kynning Klemusar, hvort hann hefði verið kenndur áður
fyrri um óleyfilega galdrabrúkun og meðferð, ‘huoriu velflester þyng-
soknar menn hier nu samann komner Jatudu og sógdu sig heirt hafa ad
greindur Klemus Biamason hefde vmm galldra list og Brukvn Ricktadur
verid (enn ei vissu þeir huad satt være)’. Dómsmenn dæmdu tveimur af
þingsóknarmönnum, sem um riktið höfðu borið, að þeir staðfestu vitnis-
burð sinn með eiði, og nefndu til þess Jón Þormóðsson og Jón Ólafsson.