Gripla - 01.01.1984, Side 72
68 GRIPLA
Þeir aflögðu samstundis eftirfarandi eið fyrir sýslumanni:
Til þess legg eg Jon Þormodsson Jon Ölafsson hónd a helga Bök, og þad seige eg
Gude almattugvmm ad eg hefe heirtt Klemus Biarnason vmm galldra list og brvkun
Ricktadann verid hafa firr Meir, Enn ei veit eg huort satt er edur ei, og ad so stóf-
udumm Eide, sie Mier gud hollvr sem eg satt seige, gramur ef eg lýg.
Líkindi sem Kolbeinn Jónsson lagði fram til síns máls voru þessi:
Þa fære eg Kolbeirnn Jonsson þar til þessar lýkvr, J firstu vmm þad trie sem
Klemus Biarna son leinelega og an Minnar vitundar tök, er a Minne leigu Jórdu
Hröberge ad lande Rak, huar af eg formerckt hefe ei alllitla kiælu af Klemuse vid
mig framm komna, þa eg vmm adur Nefndt trie vid hann talad heffe, sem hann og
firer frömumm Mónnumm mier fra verande auglyst hefur, sem eg vona þeir bera
mune, J annann Mata hef eg heirt og fornumid, þa til tals komid hefur firer
Klemuse Biarnasine vmm þa oveniulega veike sem Mýn saluga ecktakona vnder lá,
þa hafe Klemus so suarad, Ef þad mál a sig geingie so hann vnder Refsýnng kiæme,
og lýfs af kiæmist skillde hann þess manns lýf hafa, er frekast firer þuj geingie.
Til stuðnings við síðara atriðið lagði Kolbeinn fram undirritaðan
vitnisburð tveggja manna:
Med kiennumm vnder skrifader ad vid heirtt hófumm Klemus Biamason solatande
ord tala þa hónumm hefur ordid tiltalad vmm öveniulega veike Gudrunar sálugu
Arnna dottur eckta konu Kolbeins Jonssonar, Ef þad mál a mig geingur, og eg
vnder Refsýng kiem, og komist eg lyfs af, skal eg þess manns lýf hafa, er frekast
firer þuj geingur. til merkiss ockar vnder skrifud Nófnn Anno 1689, d. 29 Avgvstij,
Snorre Sueinsson m e h Oddvr Jonsson handsalar.
Þegar hér var komið varð dagþrota, og frestuðu sýslumaður og dóms-
menn málinu til næsta dags, sem var 4. sept. Var þá fyrst að Snorri
Sveinsson og Oddur Jónsson staðfestu vitnisburð sinn frá deginum áður
með eiði fyrir sýslumanni. Því næst lagði Kolbeinn Jónsson fram vitnis-
burð þriggja manna til stuðnings við fyrra atriði málslíkinda sinna, og
er hann dagsettur eins og vitnisburður sá sem Kolbeinn lagði fram til
stuðnings við síðara atriðið daginn áður, og eru tvö sömu vitni:
Effter þuj Kolbeirnn Jonsson öskar af oss vnderskrifudumm sannleikanns med-
kiennýng i framme ad lata vmm þá kiælu sem Klemus Biarnason a hónumm hafft
hefur, iit af þuj trie er hann leinelega burttök af leigu Jórd Nefnds Kolbeins Jons-
sonar, þa auglysumm vær einumm og sierhuoriumm sem þesse vitnissburdar ord
siá edvr heira, ad vær so fornumid og effter tekid hófumm, ad advr Nefndur Klem-
us hefur storkostlega kiælv og ýllann huga til hanns hafft, og til frekare stadfestu
skrifumm og latumm skrifa vor Nófn vnder þennann vornn vitnissburd huornn vær