Gripla - 01.01.1984, Blaðsíða 73
TÓUVERS KLEMUSAR BJARNASONAR 69
viliumm med eide stadfesta (ef þórf sýnist, Anno 1689 d. 29 Avgvstij, vnder skrifud
Nófn, Snorre Sueinsson, Hallvr Jonsson, Oddvr Jonsson.
Tveim þessara manna, Halli Jónssyni og Oddi Jónssyni, var gert að
sanna vitnisburð sinn með eiði, og er í eiðstafnum að þeir hafi eftir tekið
að Klemus hafi stórkostlega kælu og illan huga til Kolbeins, en tréð er
ekki nefnt, sem átti að vera undirrót óvildarinnar. Síðan var vikið að
ókyrrleika á bæ Kolbeins, og er lýst atburði sem gerðist á þingstað:
Hier Næst vænest Kolbeirnn Jonsson, ad ökirrleikinn a sýnumm Bæ mest vagsid og
aukist hafe, sýdann hann Klemus Biarnason aburdinumm Borid hefde, So og
skiede sá atburdur hier J giærdag a medann ifer malonumm setid var, ad ein heim-
iliss stulka Kolbeins Jonssonar fieck vondann öve(n)iulegann snertt, med Máse,
ofbode, og hliödumm, Eirnninn med aungvite, huad ed sýslu madurinn med tueim-
ur döms mónnumm sau og vppa horfdu.
Líkindi sem Jón Bjarnason, annar sakaráberi Klemusar, bar fram
voru þessi:
Seiger Jon Biarnason ad övilldarkiæla hafe aukist þeirra a mille af þuj sama trie
sem firr vmm gietur, og J þennann döm er adur Jnnfærtt. og effter þá kiælv aukn-
ýng veiktist kona Mýn Ölvf Jons dottvr, med þad slag, ad hun skiertist a vite og
rænu so hun hefur sýdann mig og mitt heimile fordast vegna þess ökirleika sem a
Mýnumm Bæ er og verid hefur vmm Rænuleise og vitskierdýng greindrar Ölvfar
Jons dottvr, sem og ei'mninn ad hun sie i Burt vikinn og vmm bæe flacke.
Þad vitna nu firer vorumm döme hier samannkomner þýngsocknar menn,
huorier nu og so Jata ad þeir vite Jon Biarnason J óngre kiælu vera edur övilld vid
nochra menn huorcke nær, nie fiær og ei hafe verid, ad fráteknumm Klemuse
Biarnasine.
Þá lagði Jón Bjarnason fram skriflega vitnisburði margra góðra
manna um ærukynning sína, þar sem hann hafði áður verið, en sveitar-
menn hans, sem nú voru, gáfu honum vitnisburð sem erlegum og valin-
kunnum manni, það þeim væri framast vitanlegt.
Frekari líkindi komu ekki fram af hálfu sakarábera. Með tilvísun til
18. kap. í þjófabálki Jónsbókar um tylftareið dæma dómsmenn Klemusi
Bjarnasyni lagatylftareið með nefndarvitnum fyrir galdraáburð Kolbeins
Jónssonar og Jóns Bjarnasonar, og skal sýslumaður nefna honum eið-
vættin. Eiðinn skal Klemus hafa unnið innan tíu vikna særra daga að
heyrðum dóminum. Þessu næst komu sakaráberar og óskuðu og kröfð-
ust af sýslumanni að hann tæki Klemus til fanga vegna þeirra heitinga-
orða sem upp á hann væru sönnuð og svarin, sögðust annars ábyrgjast
sýslumanni og dómsmönnum þá ólukku og slys sem þeir kynni að hljóta