Gripla - 01.01.1984, Síða 76
72
GRIPLA
vær margfalldlega afsagt hófumm enn erumm nu J dag a þessu þýnge med döme
tilskilldader ad auglysa firer huoriar ordsaker ad vier ecke med hónumm sanna
viliumm, þa er þad su firsta vor ordsók sem vorar samvitskur þar fra hindrar, ad
greindur Klemus Biarnason stirt og ýllt mannord langvarannlega a sier hafft hefur,
ei einasta af galldra medferd og briikun, helldur og eirninn vmm adra hrecke til
ordz og ædiss. J annann mata hefur hann fra sýnumm æsku alldre og allt til þessa
dags vmm galldra medferd og briikun vid menn og penýnga Ræmdur og Ricktadur
verid. J þridia læge er su vor hellsta ordsók og tilefne sem oss hier fra bender, eru
þaug heityngar Jrde sem uppa hann suarinn og sónnud eru, þuj vær hólldumm þad
stör lykinde ad sa sem dirfist J votta vidurvist, ad heitast vid sinn samChristinn
Naunga ad gióra hónumm lýftiön ad sa hinn same sem so heitast mune lýtid vmm
þad hirda þo hann med galldra giórnyngumm sinn naunga heimuglega skada og
fordiarfa vilie, Med þuj og lýka vær hólldumm og meinumm ad slýk og þujlyk
heitýngar ord næst fiólkýnge og fordæduskap ganga mune, Eru þessar þær hellstu
og sierlegustu ordsaker sem vorar samvitskur veikia, og er þad ecke vid oss framar
ad leita nie frammveigiss ad amalga med hónumm Klemuse Biarnasine adurtiad-
ann eid ad sanna. Vitnande þad til Heilagrar þrennýngar ad vær afseigiumm þad ej
firer neins manns villd edur vinattu, eige firer övilld og ecke firer nockra muna
saker helldur alleinasta sannleikanumm til stirkýngar, og laga Riettinumm til
frammkuæmdar, og effter laga Reglunne sem oss hier til skilldar vorar samuitskur
J liöse ad lata huad vær viliumm glader og med gödre samuitsku med eide stad-
festa.
Þessu næst spurði sýslumaður þingmenn alla samankomna, hvort
enginn sá maður væri á þinginu úr þremur þingsóknum, sem vildi
gagnast til eiðvættis með Klemusi Bjarnasyni, og gaf sig enginn fram til
þess, heldur afsögðu það sameiginlega hver fyrir sig. Þá voru sakar-
áberar Klemusar aðspurðir af sýslumanni og dómsmönnum, hvort þeir
stæði við galdraáburði sína, og játuðu þeir því. Bættist það við, að Jón
Bjarnason auglýsti nú, að barn hans hefði verið kvalið af óhreinum anda
á næstafliðnum vetrartíma, og lýsti hann það af völdum Klemusar, en
þingsóknarmenn játuðu veiki barnsins sanna. Sakaráberarnir buðust til
að staðfesta áburði sína með eiði, ef þörf þætti, og virtist dómsmönnum
það nauðsynlegt, svo að af því megi merkjast að þeir hafi ekki viljað
ljúga upp áburðum sínum af illum ásetningi og vísvitandi á móti sínum
samviskum eða yfir falla Klemus Bjarnason með röngu máli. Dæma
dómsmenn með tilvísun til 6. kap. þingfararbálks og með hliðsjón af
réttarvenju í Þorskafjarðarþingi í viðlíka málum, að Kolbeinn Jónsson
og Jón Bjarnason staðfesti áburði sína með eiði og sverji með svolátandi
eiðstöfum sem eftir fylgir: