Gripla - 01.01.1984, Page 78
74
GRIPLA
veit eg annad sannara firer gude og minne samuitsku enn eg nu suer effter minne
higgiu, og ad so stófudumm eide sie mier gud hollur sem eg satt seige, gramur ef
eg lyg.
Spurði því næst sýslumaður dómsmennina og þingmenn alla þar
samankomna, hvort þeir vissu nokkuð í þessu máli sem honum bæri
framar að láta rannsaka eða hvort hann hefði nokkuð undanfellt, og
neituðu því allir og sögðust nú ekkert það vita sem héraðsdómara bæri
framar að gera í þessu máli í héraði. Vísa dómsmenn til bréfs Friðriks
konungs þriðja, sem banni undirdómurum að dæma um mál sem snerti
líf manna og æru,8 og álykta þeir með fullu dómsatkvæði þetta galdra-
mál með öllum þess póstum, kringumstæðum og atvikum undir endilega
ályktunargrein virðulegra herra lögmanna og lögréttunnar á næst kom-
anda alþingi. Var dómurinn samþykkilega lögsaminn af dómsmönnum,
en samþykktur og staðfestur af sýslumanni, sem skrifar undir ásamt
dómsmönnum 26. apríl 1690. Af dómsmönnum skrifa tíu undir með
eigin hendi, en Þórður Arason og Jón Jónsson handsala. Aftan við
dóminn er tilfærður eiður Helga Brynjólfssonar og Guðmundar Jóns-
sonar, sem þeir aflögðu fyrir sýslumanni á manntalsþingi í Broddanesi
29. apríl 1690 í áheyrn þingsóknarmanna, og skrifa þar undir til vitnis
Sæmundur Sigmundsson, Eiríkur Indriðason, Ólafur Tómasson og
Einar Halldórsson allir með eigin hendi, en ögmundur Halldórsson,
Snorri Snorrason og Jón Oddsson handsala.
3. TÓUVERS
Þess verður ekki vart að Klemus játi á sig sakir í héraði, og í héraðs-
dómunum er tóuvers ekki nefnt einu orði. Viðurkennd notkun þess er
meðal sakargifta sem bættust við á alþingi, ásamt viðurkenningu Klem-
usar á því að hann hefði oftlega séð galdur, og ákæru á hendur honum
um ‘guðs orða foröktun á umliðnum vetri’, þ. e. 1689-90 í varðhaldinu
hjá sýslumanni. Tóuversið mælti Klemus fram í lögréttu, og hefur
Rögnvaldur sýslumaður Sigmundsson skrifað það upp eftir honum á
alþingi eða áður en til þings kom. Hér á eftir er versið prentað ásamt
greinargerð Magnúsar lögmanns Jónssonar, og er því skipað í línur í
útgáfu; í handritinu eru línur skrifaðar í fullri lengd (sbr. mynd):
8 Hér er átt við kgsbr. frá 27. apríl 1663. Lovs. f. lsl. I 290-91. Einar Arnórs-
son, Réttarsaga Alþingis, Rvk. 1945, bls. 255-56, 278, 295-96.