Gripla - 01.01.1984, Síða 81
TÓUVERS KLEMUSAR BJARNASONAR
77
Tóuvers Klemusar er varðveitt í annarri gerð í austfirsku handriti, ÍB
186 8vo, frá fyrri hluta 19. aldar. Ekki kemur fram að versið sé skrif-
að upp eftir því sem fólk kunni á þeim tímum, og er sennilegt að farið
sé eftir eldri óþekktri uppskrift. Handritið fékk Bókmenntafélagið
frá Marteini Jónssyni gullsmið á Stafafelli,9 og hefur Jón Sigurðsson
skrifað á það við móttöku: ‘Marteinn Jónsson 12/12 60.’ í handritinu
er ýmislegt efni hjátrúarkennt, en þar fyrir aftan er dagbók sem nær frá
1. febr. 1839 til ársloka. Við niðurlag hennar stendur: ‘JPetursson á
Breiduvikur hiálögu á Reidarfiardar Nordurbýgd JPetursson.’ Af
minnisgrein næst á eftir dagbókinni má sjá að þessi sami maður er vist-
ráðinn hjá bróður sínum, Eyjólfi að nafni. í Ættum Austfirðinga er
getið Eyjólfs Péturssonar bónda í Stórubreiðuvíkurhjáleigu í Reyðar-
firði,10 og hefur hálfbróðir hans verið Jón Pétursson, fæddur 11. jan.
1818, sonur hjónanna Péturs Bárðarsonar (d. 14. maí 1838) og Mál-
fríðar Bjarnadóttur (d. 20. apríl 1838), sem þá voru á Eyjólfsstöðum á
Völlum, síðar á Úlfsstöðum. Jón Pétursson fór frá Úlfsstöðum 1839 að
Breiðuvíkurhjáleigu og var þar árið, en fór 1840 vinnumaður að Keld-
hólum á Völlum.11 Þar bjó Jón Marteinsson, faðir Marteins Jónssonar,
þess sem síðar sendi Bókmenntafélaginu handritið ÍB 186 8vo.12
Efni dagbókarinnar bendir til þess að Jón Pétursson sé höfundur
hennar, og hefur hann farið 11. maí frá Úlfsstöðum að Breiðuvíkurhjá-
leigu. Tóuversið er litlu framar en dagbókin, og má ráða af skipan kvera
í handritinu að það sé einnig fyrr skrifað. Hvort tveggja er með sömu
hendi, og verður að ætla að Jón Pétursson frá Úlfsstöðum sé skrifari.13
Tóuversið er hér skrifað sem vers til að fá góðar heimtur. Næst á undan
eru tvö vers til ‘ad taka hug úr óvin Sinum’ og til ‘ad Spekia Saudi edur
bæla’.14 Versið er hér á þessa leið (línuskipan ekki í handriti):
9 Sigurður Jónasson, Skýrsla um handritasafn Hins ísl. bókmentafélags, Kh.
1869, bls. xiii og 167.
10 Einar Jónsson, Ættir Austfirðinga, bls. 568.
11 Manntal á íslandi 1816, Ak. og Rvk. 1947-74, bls. 68. Prestsþjónustubœkur
1784-1822 og 1817-1861 og Sóknarmannatöl 1838-1865 í Vallanessókn og Sókn-
armannatal 1840 í Hólmasókn í Reyðarfirði; handrit í Þjóðskjalasafni.
12 Einar Jónsson, Ættir Austfirðinga, bls. 38-39.
13 Páll Eggert Ólason, Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins III 45.
14 Prentuð í safni Ólafs Davíðssonar, íslenzkar þjóðsögur II, Rvk. 1978, bls.
380 og 381. í fyrra versinu stendur í hndr. ‘sigrhellunni’, ekki ‘steinhellunni’ eins
og er í útg. Einnig ‘Jórdan’, ekki ‘Jórdán’; ‘heilögu’, ekki ‘heilögum’. í síðara vers-
inu stendur í hndr. ‘Litta’, ekki ‘kitta’; ‘Heilagr’, ekki ‘heilagi’. Latnesku orðin eru:
‘Inn nomyne patris et Filies Spiritus Sanctus.’