Gripla - 01.01.1984, Síða 82
78
GRIPLA
ad fá gódar heimtur.
Þá þú rekur i afrétt og skilur vid fé þitt, þá gákk i kringumm þad svo
mælande , .
Ut rek eg fe mitt
undir guds garda
styng eg firir þad
stinnum vördi og vardveitslu.
Des15 heitir ein
dyra módir
sem svo siáandi geimir
svo hvörki Biörn byti,
eda bein sliti,
klumsa sé úlfr
og allar úlfsemiar
Jnn nomýne patris et Filiet Spiritus Sanctus.
amen.
Sumt í þessum textum er torskilið, og má ætla að þeir hafi gengist í
munni og séu auk þess brenglaðir í uppskriftum. Orðið ‘úlfsemiar’ í 186
hefur verið skýrt sem villa fyrir ‘úlfsynjur’, og þó með spurningarmerki
við,16 enda orkar sú skýring tvímælis. í texta Klemusar er 12 ‘og ber-
slyta’ illskiljanlegt, og kynni það að réttu lagi að vera ‘og bersi slíta’ eða
eitthvað í þá átt. Þó mæla þar á móti særingarorðin, sem beinast ein-
vörðungu gegn úlfi, eins og þau eru skrifuð upp, og ekki gegn birni.
Hins vegar sýnir textinn í 186 að versið hefur í annarri gerð beinst gegn
úlfi og birni saman, og er það líka alþekkt úr varnarbænum annarra
þjóða, þar sem verja þurfti bústofninn gegn þessum dýrum báðum. Hér
á landi voru hvorki úlfar né skógarbirnir, og þeir hvítabirnir sem hingað
slæddust komu með hafís á árstímum þegar búpeningur var á húsi eða
í heimahögum. Má því teljast eðlilegt að varnarbæn gegn úlfinum einum
eða gegn úlfi og birni saman væri snúið að refnum, ef hana bar hingað,
og þannig bætt við tóustefnur, sem hér voru fyrir, og ákvæði íslenskra
kraftaskálda.17 Hitt væri lítt skiljanlegt að bæn gegn úlfi og birni hefði
15 Orðið er fyrst skrifað með venjulegri stafagerð skrifara, en strikað út og
skrifað að nýju með stafagerð sem skrifari hefur helst á fyrirsögnum og erlendum
orðum í texta.
16 ísl. þjóðs. Ól. Dav. II 382.
17 Srnástykker, Kh. 1884-91, bls. 189-90. íslenzkar þulur og þjóðkvœði, Ólafur
Davíðsson hefir safnað, (ÍGSVÞ IV), bls. 98-100. Ámi Óla, Þegar galdrabrennur