Gripla - 01.01.1984, Síða 83
TÓUVERS KLEMUSAR BJARNASONAR
79
orðið til við íslenskar aðstæður, og mætti af þeim sökum einum teljast
sennilegt að tóuvers Klemusar væri af erlendum uppruna. Samanburður
við hliðstæðar særingarbænir nágrannaþjóðanna styður það enn frekar.
Særingar eða bænir gegn illdýrum til verndar kvikfénaði eru alkunnar,
og hafa þær tíðkast frá fornu fari.18 Á Norðurlöndum eru varðveittar
ýmsar varnarbænir gegn úlfum og björnum, bæði í Noregi19 og Svíþjóð20
og einnig í Finnlandi,21 en minna verður þeirra vart í Danmörku.22 Til
samanburðar við tóuvers Klemusar skal fyrst tekin sænsk varnarbæn,
sem Karin Joens-dóttir gekkst við fyrir rétti í Uddevalla í Bohus-léni
1671:
I Herranss nampn
körer iagh mitt qweck
och kráck i hamn.
Jungfru Maria dyra
skall mina creatur styra
frán stock och stehn,
frán man, frán meen,
frán ulfwetandh
och biörnerampn
och allt dhet ondt,
som skadha kan.
Min qweck och creatur,
heem igen om qwálle
medh wár Herres válle!
Huar i sin báás,
och sát sá före wár Herres lááss!
I 3 nampn:
Faders och Sons [och then helige Ands].
Och giör sá korss öfwer.23
hættu, dauðadómi breytt í útlegð, Frásagnir, Rvk. 1955, bls. 71-74. Bo Almqvist,
Um ákvæðaskáld, Skírnir 1961, bls. 86.
18 F. Ohrt, Trylleord (Danmarks Folkeminder nr. 25), Kh. 1922, bls. 19-20.
Adolph Franz, Die kirchlichen Benediktionen im Mittelalter, 1909, II 139. Hand-
wörterbuch des deutschen Aberglaubens IX 800-03 (Wolfssegen).
19 Svale Solheim, Norsk sœtertradisjon, Oslo 1952, bls. 245 o. á.
20 E. Linderholm, Signelser ock besvarjelser, 1917-40, sjá t. d. nr. 212-216,
218-219, 277, 350, 400-401, 711, 886.
21 F. A. Hástesko, Motivverzeiclinis westfinnischer Zauberspriiche (FF Com-
munications N:o 19), 1914, bls. 46-51.