Gripla - 01.01.1984, Page 84
80
GRIPLA
Önnur bæn sænsk skyld þessari var skrifuð upp 1598 í Vasterbotten
og er niðurlag lengri bænar eða bænafléttu; sú sem fór með hafði lært
af annarri konu.24 Upphafið er þekkt sagnabæn: María er á ferð með
kúna sína sjúka og hittir Jesú, þau lækna hana (Linderholm nr. 924). Því
næst er stuttur kafli, sem byrjar: ‘Jag löser mitt fá under gárd oc under
grinne’ (Linderholm nr. 363) — og minnir þetta á upphaf tóuversins
íslenska. En síðasti hlutinn er þannig (Linderholm nr. 214; skipað í línur
og stafsett eins og þar er gert):
Jag slápper mitt fá uti vigdan vald
under Várs Herres skold
oc under Sankte Pæders kná:
Gud akte,
Gud vakte
öfver dy och dale
och allt thet min boskap skall fare!
Gud vakte them frán biprneram
oc frán ulfve tand!
O thu trull, thu bit i mull
oc aldrig i mitt boskaps huldt,
thu bijt i sten
oc aldrig i nritt fælosben!
Gudz ord. Amen.
í þessum flokki varnarbæna virðist mega leita tóuversi Klemusar
staðar, og eru þó sum einkenni þess sem ekki koma fram í sænsku vers-
unum, sem var vitnað til. Þar á meðal er særingarorðið klumsa. í ís-
lensku er þetta orð haft einkum um hesta, og er sagt að þeir verði
klumsa (eða klumsi), og á það við sjúkdóm sem lýsir sér m. a. í því að
þeir geta ekki hreyft kjálkavöðvana sér til gagns.25 Eins er kallað að
menn séu klumsa, þegar þeim verður orðfall. í norsku er orðið til í
særingamáli og er þar notað m. a. í illdýrasæringum. Peder Clausspn
22 F. Ohrt, Danmcirks Trylleformler, 1917, bls. 305-07.
23 E. Linderholm, tilv. rit, nr. 215.
24 Lars Sjödin, Trolldomsrannsakning vid sommartinget i Umeá socken den 14
augusti 1598, Svenska landsmál 1934, H. 4, bls. 14-17.
25 George J. Houser, Saga hestalœkninga á íslandi, Ak. 1977, bls. 182-94.