Gripla - 01.01.1984, Side 86
82
GRIPLA
At klomse Bj0rn og Ulve.
Jeg knepper min Klave
og slipper mit Fæ,
jeg slipper det frem
i Jesu Navn.
Jeg lokker det paa den gr0nne Eng,
der skal det ræke om
med Jesu velsignede N0gler.
Jeg klomser dig Bj0rn og Bj0rneram,
jeg klomser dig Ulv og Ulvetand,
jeg klomser alle Klodyr, i Skogen gaar
saa nær som Fæhunden vor.
I Navn Gud F. S. og H.aand. Amen.29
Þess skal ekki freistað að rekja feril tóuversins íslenska frekar eða
samband þess við erlendar illdýrabænir. Til þess þyrfti meira saman-
burðarefni en kostur er á hér, og er þar ekki síst átt við særingar og
bænir utan Norðurlanda. Víðtækari könnun kynni að geta skýrt atriði,
sem enn eru óljós í íslenska versinu. Skal hér að lokum aðeins farið
nokkrum orðum um gerð þess.
Tóuversið, eins og það kemur okkur í hendur, er þríþætt. A. í upp-
hafi er bein ræða, og er það bóndi sem talar eða sá sem með fénaðinum
fer og flytur bænina. Ummælin kynnu að benda til verknaðar eða at-
hafna samfara orðunum þeim til styrktar, og er það þó óljóst. B. Því
næst er frásögn, þar sem er nefnd til dýrleg (dýra 186) móðir, og gæti
hún eftir gerð Klemusar heitið dis-dys/dis-dýs, en des eftir því sem
stendur í 186. Af þessum kostum virðist tækilegast að gera ráð fyrir
orðinu dís. Hlutverk hennar í versinu virðist nokkuð einsætt. Hún er hið
helga afl, sem gefur orðunum mátt: hún geymir sauði sína, eins verða
sauðir bónda geymdir. Meiri vafi leikur á því, hver er hin dýrlega móðir
eða dýra móðir. Fýsilegt er þó að gera ráð fyrir því að átt sé við Maríu
guðsmóður. Þannig virðist Heidemann eða sá annar sem þýddi versið
á dönsku 1690 hafa skilið, þar sem hann þýðir: ‘den hellig Moder lofver
at bevare / hendis faar foruden shade og fare’. Þess má finna dæmi að
29 Dr. A. Chr. Bang, Norske Hexeformularer og Magiske Opskrífter, Kria
1901-1902, bls. 156, nr. 274. Sbr. einnig Svartbok frá Gudbrandsdalen, Utgjeve av
Velle Espeland (Norsk Folkeminnelags skrifter 110), 1974, bls. 60. Einnig Ronald
Grambo, Norske trollformler og magiske ritualer, 1979, bls. 118.