Gripla - 01.01.1984, Síða 106
102
GRIPLA
öld. Kristnum sið fylgdi kunnátta í bókagerð, og þá kunnáttu hafa
Norðurlandamenn, eins og aðrar þjóðir, notfært sér til að skrá og varð-
veita sögu sína, einkum voru íslendingar duglegir við bókagerð, sérstak-
lega á 13. og 14. öld. í ritum sem voru samin á íslandi á 12., 13. og 14.
öld hefur varðveist fróðleikur um fólk það sem byggði landið og um
mannlíf og menningu á fyrstu öldum byggðarinnar, en einnig um mann-
líf á Norðurlöndum og á Bretlandi. Rit þessi hafa að langmestu leyti
varðveist í eftirritum sem kynslóð eftir kynslóð hefur geymt og endur-
nýjað eftir þörfum. Það hefur verið sagt að bókmenntirnar hafi stuðlað
að varðveislu íslenskrar tungu, sem segja má að hafi breyst undarlega
lítið allt frá landnámsöld og fram á sjónvarpsöld, en einnig mætti spyrja
hvort það sé ekki stöðugleiki og íhaldssemi tungunnar sem hefur varð-
veitt bókmenntirnar. Augljóst er að á miðöldum hefur töluvert mikið
verið til af bókum í Noregi á því máli sem þá var talað í landinu. En
tunga Norðmanna tók afdrifaríkum breytingum á 15. og 16. öld með
þeim afleiðingum, að ekki urðu nægilega margir Norðmenn læsir á tungu
feðranna til þess að þar væri markaður fyrir bækur á þessari tungu. Þar
af leiðandi hlutu þessar bækur flestar að glatast. Þetta má kallast eðlileg
rás atburða. En þótt margar bækur hafi ugglaust glatast í Noregi og
annars staðar þar sem áður gekk dönsk tunga, t. d. í Orkneyjum og á
Hjaltlandi, þá varðveittust þó í Noregi mikið til heilar skinnbækur með
Heimskringlu Snorra Sturlusonar fram á daga húmanistanna sem skildu
hvers virði þessar bækur voru.
Það er liðnum kynslóðum á íslandi og í Noregi að þakka að við
getum ennþá lesið okkur til ánægju frásagnir af miklum atburðum eins
og t. d. orrustunni á Hjörungavogi og síðasta bardaga Ólafs konungs
Tryggvasonar við Svöldur. Frásagnir af þessum atburðum hafa varð-
veist, enda þótt þær hafi verið skráðar á jafn forgengilegt efni og kálf-
skinn, og við hrósum happi, því að sennilega hefur ekki mátt miklu
muna að þessar frásagnir glötuðust. En hvað hefur orðið um sjálft
sögusvið þessara atburða? Hvar er Svöldur og hvar er Hjörungavogur?
Margir hafa skrifað um það og af miklum lærdómi hvar Svöldur hafi
verið; ég ætla ekki að telja þær ritsmíðar hér, enda hef ég ekki lesið þær
allar, en skal aðeins geta þess, að Walter Baetke hefur ritað um þetta
mál langa og rækilega grein: Das Svoldr-Problem, sem birtist í Berichte
iiber die Verhandlungen der sachsischen Akademie der Wissenschaften
zu Leipzig, Band 98, árið 1952. Vandamálið sem fræðimenn hafa freist-
ast til að reyna að finna lausn á er í fyrsta lagi fólgið í því, að enginn