Gripla - 01.01.1984, Page 107
MOSTUR OG SÆLA
103
staður er lengur til á yfirborði jarðar sem heitir Svöldur, en í öðru lagi,
að heimildum ber ekki saman um hvar Ólafur konungur Tryggvason
hafi fallið. Adam úr Brimum segir að hann hafi fallið í Eyrarsundi1 og
Historia Norwegiæ2 og Ágrip3 segja að hann hafi fallið við Sjáland.
Ari fróði vitnar í íslendingabók til Sæmundar prests fróða um það,
að Ólafur Tryggvason hafi fallið sama sumar og kristni var lögtekin á
íslandi; Ari segir að þá hafi Ólafur barist við ‘Svein Haraldsson Dana-
konung og Ólaf hinn sænska Eiríksson að Uppsölum Svíakonungs og
Eirík er síðan var jarl að Norvegi, Hákonarson.’4 En Ari nefnir ekki
hvar þessi bardagi hafi orðið. Það gerir aftur á móti Theodoricus mona-
chus í Historia de antiquitate Regum Norwagiensium; hann segir að
þessi orrusta hafi orðið við ey eina sem Svoln er nefnd og liggur fyrir
Vindlandi (‘Hoc bellum fuit juxta insulam, quæ dicitur Svoln et jacet
prope Slaviam, quam nos materna lingua Vinnlandiam vocamus’).5 6 * Aug-
ljóst er að Theodoricus hefur farið eftir svipuðum sögnum af þessum
bardaga og þeim sem Oddur munkur Snorrason hefur stuðst við í sögu
þeirri sem hann samdi af Ólafi Tryggvasyni laust fyrir 1200. Oddur segir
að óvinir Ólafs Tryggvasonar hafi gert honum fyrirsát við eyna Svöldur
og virðist gera ráð fyrir að ey þessi hafi verið ekki langt frá Jómsborg,
hvar sem sú borg hefur nú verið. Oddur hefur mikla og merkilega frá-
sögn af því er höfðingjarnir, óvinir Ólafs Tryggvasonar, gengu upp á
hólminn og sáu flota hans sigla framhjá, fyrst smáskipin, en síðan stór
skip, og héldu þeir Sveinn Danakonungur og Ólafur Svíakonungur hvert
sinn er þeir sáu stórt skip sigla hjá, að þar færi Ormurinn langi, en
Eiríkur jarl þekkti skipin og taldi þá á að bíða, þar til að lokum, að
Ormurinn langi birtist ‘og langt var að bíða áður en fram kom annar
stafn, og var þetta skip búið allt með gulli og silfri.’8 Sama frásögn er í
Fagurskinnu og Heimskringlu, og er texti Snorra miklu bestur og sam-
settur af mestu listfengi.
1 Quellen des 9. und 11. Jahrhunderts zur Geschichte der hamburgischen Kir-
che und des Reiches, Darmstadt 1973, bls. 276 og 277.
2 Monumenta Historica Norvegiœ, udg. ved Dr. Gustav Storm, Kristiania 1880,
bls. 117-19. Hér á eftir stytt MHN.
3 Ágrip af Noregs konunga sögum. Ved Verner Dahlerup. Kpbenhavn 1880.
Dálkur 39-40.
4 íslenzk fornrit I, bls. 17-18.
5 MHN 24.10-12.
6 Saga Óláfs Tryggvasonar af Oddr Snorrason munk, udg. af Finnur Jónsson,
Kpbenhavn 1932, bls. 198-204. Stytt hér á eftir ÓIOFJ.