Gripla - 01.01.1984, Page 109
MOSTUR OG SÆLA
105
segja verið hluti af sögusviðinu, þaðan sem óvinir Ólafs Tryggvasonar
horfðu á flota hans sigla framhjá. Talið er að Theodoricus hafi skrifað
sína bók um 1177-80,9 en Ólafs saga Odds er yngri, sem meðal annars
sést á því að Oddur munkur hefur notað rit Theodoricusar.10 Af þessu
er ljóst, ef hugmynd mín um uppruna eyjarinnar Svöldur er rétt, að
Oddur munkur Snorrason hefur ekki frumsamið söguna af óvinum Ólafs
Tryggvasonar sem biðu í hólminum eftir Orminum langa. Um örnefnið
sjálft er það að segja, að augljóst er af Knýtlinga sögu, að Svöldur hefur
verið nafn á fljóti; þar segir að þeir Kristófórus hertogi og Absalon
byskup lágu tuttugu nætur veðurfastir í ánni Svöldur í óveðrani miklu.11
Á þessi hefur samkvæmt Knýtlinga sögu verið fyrir austan Vindland, og
ugglaust rennur hún þar ennþá til sjávar, enda þótt hún heiti nú öðru
nafni. En eyin Svöldur hefur hvorki verið til né haft neinu hlutverki að
gegna annars staðar en á bókum.
í Ólafs sögu helga eftir Snorra Sturluson, Færeyinga sögu og fleiri
heimildum er sagt um Eirík jarl Hákonarson að hann var frægur mjög
af hernaði sínum;12 í Færeyinga sögu segir á þessa leið: ‘Eiríkur var
frægur mjög af orrustum þeim tveim sem hann hafði í verið fyrir Svöld-
ur og á Hjörungavogi.’ Þama eru nefndar tvær þær orrustur sem kall-
aðar eru frægastar í sögum. Vettvangur annarrar orrustunnar er fyrir
eða við Svöldur, sem ég hef rætt um hér á undan, en hinnar Hjörunga-
vogur. Hjörungavogi er greinilegast lýst í þeirri gerð Jómsvíkinga sögu
sem er varðveitt í AM 291 4to; þar segir á þessa leið:
En svo er hér frá sagt að í austur horfi botninn á Hjörungavogi en
mynnið í vestur. Þar standa og út á voginum steinar þrír, þeir er
heita Hjörungar, og er einn þeirra nokkuru mestur, og er við þá
steina vogurinn kenndur. En sker liggur inn á voginum miðjum, og
er jafnlangt til lands á alla vega frá skerinu, bæði inn á vogsbotninn
og út tveim megin gagnvert. En ey liggur sú fyrir norðan voginn, er
9 Svend Elleh0j, Studier over den ældste nornþne historieskrivning, Bibliotheca
Arnamagnæana XXVI, Hafniæ 1965, bls. 176 og nmgr. 4.
10 Bjarni Aðalbjarnarson, Om de norske kongers sagaer, Oslo 1937, bls. 69-75.
11 Sogur Danakonunga, utg. av Carl af Petersens och Emil Olson, K0benhavn
1919-1925, bls. 264 og 272-73.
12 Saga Oiáfs konungs hins helga, utg. av Oscar Albert Johnsen og Jón Helga-
son, Oslo 1941, bls. 53.12-54.2. Stytt hér á eftir ÓIHJH. ísl. fornrit XXVII, bls. 30.
Fœreyinga saga, Olafur Halldórsson bjó til prentunar, Reykjavík 1978, bls. 122.
Spgur Danakonunga, nefnd útgáfa, bls. 35.12-19.