Gripla - 01.01.1984, Síða 111
MOSTUR OG SÆLA
107
kannske ennþá að flækjast einhvers staðar við strendur Noregs, ef vel er
að gáð. í Jómsvíkinga sögu er eyin Prímsigð ekki bráðnauðsynlegur
hluti sögusviðsins; höfundur sögunnar gat allt eins vel skotið Hákoni
jarli hvar sem var á land og fundið handa honum rjóður til að ákalla
goð sitt, Þorgerði Hörðatröll. Að því leyti er eyin Prímsigð ekki sam-
bærileg við Svöldur sem er ómissandi í Ólafs sögu Tryggvasonar. Hins
vegar er Hjörungavogur auðvitað bráðnauðsynlegur í Jómsvíkinga sögu
og helst eins og honum er lýst þar með skeri á miðjum voginum, en ekki
eins og Liavág. Ég velti einu sinni fyrir mér hvort Hjörungavogur hefði
ekki verið allt annar vogur en Liavág, en hætti að hugsa um það þegar
ég las það sem hér fer á eftir í króníku eftir Halldór Laxness í danska
dagblaðinu Politiken 11. júlí 1971, þar sem hann ræðir um sonarfórn
Hákonar jarls:
Episoden virker som en ondskabsfuld fordrejelse af det bibelske
spnneofringsmotiv. Uvilkárligt fár læseren lyst til at valfarte til
dette sted og spórger, hvor er Hj0rungavág? Men her er vi pá saga-
ens enemærker. Hj0rungavág er et sted som Svolder, hvor Olaf
Tryggvason faldt, og som ikke blev skabt af Gud, men lavet af is-
lændere. Ikke engang filologerne ved hvor disse steder ligger.16
Og við lítum á fleiri eyjar.
í sögum af Ólafi helga Haraldssyni er frá því sagt, að hann sigldi með
tveimur knörrum af Englandi til Noregs að leggja undir sig landið,
og fengu mikið veður í hafinu og sjó stóran, svo að næsta var þeim
við bana; en fyrir sakar liðs þess er var innan borðs og hamingju
konungs, þá hlýddi, og komu af hafinu utan að Staði og þar á land
í ey eina litla, er heitir Sæla. Þá mælti konungur, lét þá tímadag land
hafa tekið, og þá kvað hann þá komna í sælu, taldi þetta mundu
vera góða vitneskju, er svo hefir að borið.17
Theodoricus monachus segir á svipaðan hátt frá komu Ólafs helga til
Noregs:
Prospero ergo cursu transmisso oceano applicuit primo quodam
divino præsagio ad insulam quandam, quæ materna lingua nostra
15 Didrik Arup Seip, Primsigd — et gammelt 0ynavn, Maal og minne 1959,
bls. 156-57.
16 Hér tekið eftir bók Halldórs, Yfirskygðir staðir, Reykjavík 1971, bls. 179.
17 Ólafs saga hins helga. Utg. ved Oscar Albert Johnsen, Kristiania 1922, bls.
19.30-36. Stytt hér á eftir ÓlliOAJ.