Gripla - 01.01.1984, Qupperneq 112
108
GRIPLA
dicitur Sæla, latine vero interpretatur felicitas, nimirum portendens
futurum viri beatitudinem et quia spem felicitatis æternæ toti patriæ
auspicio sui adventus invexerit.18
Einnig segir að Ólafur helgi hafi komið að landi í Sælu í Ágripi, Fagur-
skinnu, Ólafs sögu helga eftir Snorra Sturluson, bæði í Heimskringlu og
öllum handritum sérstöku sögunnar, nema í Bergsbók (Perg. fol. nr. 1)
stendur að hann hafi komið að landi í Selju, og stendur þannig bæði í
Ólafs sögu helga og Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu í þessu hand-
riti.19
Nú eru engar aðrar heimildir til en þessar, sem geti þess að nokkru
sinni hafi verið til eyja við strendur Noregs, sem hafi heitið Sœla, enda
segja flestir fræðimenn og útgefendur sem mér er kunnugt um, að þarna
sé átt við eyna Selju sem er fræg úr helgisögunni af Seljumönnum.
‘Navnet Selja er forvansket til Sæla for at opnaa det latinske Ordspil’,
segir Gustav Storm í Monumenta Historica Norvegiœ.20 Orðaleikurinn
er jafngóður á norrænu og latínu, en Storm á ugglaust við það, að menn
hafi ekki dirfst að breyta nafni Selju í Sælu í norrænum texta til að fá
fram þann fyrirboða sem fólst í því að Ólafur helgi steig fyrst fótum á
land í Noregi í eynni Sælu.
í frásögn helgisögunnar og yngri heimilda af komu Ólafs helga til
Noregs eru tveir fyrirboðar: annar sá, að hann steig fyrst á land í ey sem
hét Sæla, sem boðaði kristniboð hans í Noregi og síðar heilagleik. Hinn
fyrirboðinn var sá, að hann steig öðrum fæti þar sem var leira, þegar
hann gekk upp á eyna, ‘og steypist öðrum fæti á kné.’ Þá segja sögur af
Ólafi helga að hann mælti: ‘Féll eg nú.’ í þessum orðum konungs liggur,
18 MHN, bls. 26.6-11. Merking klausunnar er: Þegar hann kom að landi eftir
vel heppnaða ferð yfir hafið, þá hagaði guðleg forsjón því þannig, að hann lenti
fyrst við ey eina sem á voru máli er nefnd Sæla, en það þýðir á latínu felicitas, án
efa nafn sem felur í sér ábendingu um ókomna dýrð þessa manns og þá von eilífrar
sælu sem koma hans fyrirbjó ættjörð hans allri.
19 Ágrip, dálkur 42.16-20. Fagrskinna, udg. ved Finnur Jónsson, Kpbenhavn
1902—03, bls. 144.11-14. ÓIHJH, bls. 57.17-58.2. Snorri Sturluson, Heimskringla
I—III, Bjarni Aðalbjarnarson gaf út, ísl. fornrit XXVI-XXVIII, Reykjavík 1941-
51. Hér eftir stytt HkrBA. Sjá II, bls. 36.7-11. Óiáfs saga Tryggvasonar en mesta,
udg. af Olafur Halldórsson, Editiones Arnamagnæanæ, Series A, vol. 1-2, Kpben-
havn 1959-61. Hér eftir stytt ÓITrEA. Sjá II, bls. 321.15.
20 Bls. 26, nmgr. 8. Sjá ennfremur nafnaskrá við HkrBA II, bls. 476: ‘Sæla, ey
(kölluð svo víða, þar sem segir frá komu Ólafs konungs til Noregs, ella Selja, svo
og nú)..