Gripla - 01.01.1984, Síða 113
MOSTUR OG SÆLA
109
að hann vissi að þetta var slæmur fyrirboði, en Hrani fóstri hans réð
þennan fyrirboða honum til heilla og sagði: ‘Eigi féllstu, herra, heldur
festir þú nú fætur í Noregi.’21 Um þetta segir Sven B. F. Jansson:
Kungens ord ‘Fell ek nú’ ha en tung klang, men Hrani Hróasons
fyndighet bortjagar det olycksbádande i situationen. Fallet i och för
sig ár emellertid ett dáligt omen.22
I íslensku er þekkt orðtakið: ‘Fall er fararheill, frá bæ en ekki að’,
og ennfremur hefur verið sagt að menn réðu sig heima, eða tækju heima,
ef einhver hrasaði og féll þegar hann kom þar sem hann hafði ekki verið
áður, og þótti boða, að þar mundi sá sem hrasaði setjast að. Það er því
líklegt að tvennskonar merkingu hafi mátt leggja í þann fyrirboða, að
Ólafur helgi hrasaði þegar hann gekk upp á eyna Sælu.
Tilbrigði við þessa sögu um hrösun Ólafs helga er í Ólafs sögu
Tryggvasonar eftir Odd munk Snorrason og í viðauka við texta Ólafs
sögu Tryggvasonar hinnar mestu í Flateyjarbók.23 Oddur segir að Ólafur
Tryggvason hafi siglt austan úr Garðaríki til Noregs og komið þar að
landi sem heitir Þjálfahellir; þar fengu móðurbræður hans, Jósteinn og
Karlshöfuð, hann til að ganga á land og leita frétta af Finni einum sem
þar átti heima skammt frá, og á leiðinni hljóp Ólafur í fen eitt báðum
fótum og sat þar fastur. Ólafur leit á þetta óhapp sem refsingu guðs fyrir
að hann ætlaði að leita frétta hjá Finninum; í Flateyjarbók segir að þeir
bræður svöruðu þá: ‘Svo er sagt af fornum mönnum að býsna skal til
batnaðar; sá er annar orðskviður, að fall er fararheill: festir þú nú og
fætur í landi.’
Ýmsir fræðimenn hafa bent á líkar frásagnir í sögum af Ólafi helga
og Ólafi Tryggvasyni. Þetta efni er prýðilega rakið af Lars Lönnroth í
grein hans, ‘Studier i Olaf Tryggvasons saga’, sem birtist í Samlaren
1963. Þar heldur Lars Lönnroth því fram, að sögur af Ólafi Tryggvasyni
hafi þegið frá elstu sögum af Ólafi helga.
Theodoricus monachus segir að Ólafur Tryggvason hafi siglt frá
Englandi til Noregs og komið fyrst að landi í ey sem er nefnd Mostur
og þar hafi hann síðar byggt kirkju, sem var fyrsta kirkjan í Noregi.24
Oddur segir aftur á móti að Ólafur Tryggvason hafi siglt vestur til Eng-
21 ÓlhOAJ, bls. 20.1-3.
22 Sven B. F. Jansson, Sagorna om Vinland, Lund 1944, bls. 131.
23 ÓIOFJ, bls. 65-67. ÓlTrEA I, bls. 224, lína 13-14 nm.
24 MHN, bls. 17.12-14.