Gripla - 01.01.1984, Side 114
110
GRIPLA
lands þegar hann hafði verið einn vetur konungur í Noregi, og þegar
hann kom úr þeirri ferð hafi hann komið að landi við Mostur.25 í Ágripi
og Historia Norwegiæ er ekki getið hvar Ólafur Tryggvason steig fyrst á
land í Noregi, en í Ágripi stendur þetta:
Og of kristnisboð kom hann fyrsta þingi á í Mostur á Hörðulandi
og var auðvelt að flytja, bæði að guð studdi og mönnum hafði verið
leið áþján Hákonar illa, og tók þar lýður við trú, en Ólafur við
ríki.26
í Heimskringlu er skýrt tekið fram, að Ólafur hafi fyrst stigið á land í
Mostur:
Sigldi Ólafur þá austur í haf og sigldi af hafi utan að Morstur, gekk
þar fyrst á land í Noregi, og lét hann messu þar syngva í landtjaldi.
En síðan var í þeim sama stað kirkja gör.27
Eyin Mostur er enn á sínum stað í Noregi og heitir sínu gamla nafni
lítt breyttu: Moster. Ekki þykjast menn vissir um hvað nafnið Mostur
merkir,28 en þeir sem skrifuðu sögur á 12. öld á íslandi eða í Noregi
hafa trúlega sett nafnið í samband við nafnorðið mostur, sem merkti:
gnægð. í ævintýri af Tiburcio keisara (nr. vii hjá Gering) í AM 764 4to
kemur fyrir orðið ‘fémostur’,29 og í ævintýri af danska manni og kerlingu
í AM 657 b 4to (nr. xciii hjá Gering) kemur fyrir orðið ‘fémosta’.30 í
broti úr Ólafs sögu helga í AM 235 fol. (prentað í Heilagra manna sög-
um II, bls. 159-182), er sagt frá því er Ólafur konungur gisti við Sefs-
urð; þar stendur þetta:
Þá kom sá maður til konungsins er vista gætti og segir að þar var
mostur vista . . .31
Þessi setning er svipuð í helgisögunni og í Ólafs sögu helga eftir Snorra
Sturluson, en í þessum sögum stendur ekki mostur, heldur örgrynni og
í sumum handritum ógrynni.32 í handriti af Eyrbyggja sögu, sem er
23 ÓIOFJ, bls. 94 og 187.
26 Ágrip, dálkur 36.19-37.2.
27 HkrBA I, bls. 293.
28 O. Rygh, Norske Gaardnavne, Kristiania 1915. X, bls. 266.
29 Sjá Nogle ævintýri, ved Jonna Louis-Jensen, Bibl. Arn. XXXI, bls. 268.12.
30 íslendzk œventýri, herausgegeben von Hugo Gering, Halle 1882, bls. 293.31.
31 Bls. 161.9-10.
32 ÓlhOAJ, bls. 69.26, ÓIHJH, bls. 495.7 og v.l.