Gripla - 01.01.1984, Blaðsíða 118
114
GRIPLA
Foote og vini mína danska undir forystu Hans Bekker-Nielsen. Við
héldum af stað til að leita að því sem frumlegt væri og sérstætt í íslensku
fornsögunum og fundum það að lokum eftir ýmsum leiðum eða sáum
að minnsta kosti móta fyrir því. En það reyndist ekki vera ex abrupto,
ekki altygjað eins og Aþena nýstokkin út úr höfði Seifs! Sögurnar
skópust við úrvinnslu og aðhæfingu erlendra áhrifa, en eru þó einstakar
í sinni röð vegna þess að þær hvíla á innlendum grunni. Þessi grunnur
er ekki fyrst og fremst einstök efnisatriði hinna ýmsu sagna, heldur
miklu djúpstæðari frumhugmyndir sem eru sjálfar fullkomin tjáning á
hugsanaheimi Islendinga, skilningi þeirra á heiminum, lífinu og mann-
inuin. Enn í dag halda þær gildi sínu og munu seint verða nógsamlega
gaumgæfðar.
Ég ætla mér ekki þá dul að koma hér fram með einhverja skýringu
á því sem kallað hefur verið ‘íslenska undrið’. Ég ætla heldur ekki að
þessu sinni að bæta við nýjum atriðum á listann, sem nú er orðinn
langur, yfir þau evrópsku verk sem lagt hafa sitt af mörkunum, beint
eða óbeint, til rannsókna sagnanna, af hvaða flokki sem þær eru. Með
það í huga að sögurnar eru hluti af umfangsmiklum evrópskum frá-
sagnarbókmenntum, vildi ég einungis leggja áherslu á þátt þeirra í sam-
eiginlegri arfleifð Vesturlanda með því að draga fram nokkur atriði í
formgerð þessara texta, bæði yfirborðslegri og djúpstæðri, og jafnframt
sýna fram á þá frábæru aðlögunarhæfileika sem íslendingar sýndu með
því að aðhæfa þessa arfleifð að sinni eigin hugsun og menningarheimi.
Þótt óvéfengjanlegt sé að fornsögurnar eru íslenskar, má samt ekki líta
á þær sem einangruð fyrirbæri. Þær eru íslenskar einmitt af því að
íslendingum tókst að finna í þeim mikla menningararfi, sem þeir höfðu
kynnst, það sem féll að þeirra eigin hugsunum og tilfinningum og þó
einkum og sér í lagi það sem gerði þeim kleift að fá útrás fyrir sköp-
unarkraft sinn.
Um miðbik tólftu aldar telur höfundur fyrstu málfræðiritgerðarinnar
upp þær bókmenntir ‘sem nú tíðisk á þessu landi’, það er að segja
‘bæði lög ok áttvísi eða þýðingar helgar, eða svá þau hin spakligu fræði
er Ari Þorgilsson hefir á bækr sett af skynsamligu viti’. Nauðsynlegt er
að ganga út frá þessum vitnisburði ef gera á sögulega rannsókn á form-
gerð og flokkun sagnanna, það er að segja sýna hvernig sagnaritarar
notuðu bæði óljósar endurminningar um forna atburði, meira eða
minna sannsögulega, og fræði sem kirkjan hafði kennt þeim beint eða
borið þeim óbeint, til að skapa ný listaverk. Mætti nota um starf þeirra