Gripla - 01.01.1984, Page 119
VITA - HISTORIA - SAGA
115
þau orð sem skáldið Joachim du Bellay viðhafði á 16. öld um þróun
frönsku frá latínu: hann sagði að það hefði gerst ‘par provignement et
émendation’ og mætti þýða það ‘með afleiðslu og umbótum’, en sú
þýðing nær þó ekki fyllilega samlíkingu þeirri við ágræðslu og klipp-
ingu vínviðar sem felst í orðum skáldsins.
Með orðunum ‘þýðingar helgar’ á höfundur fyrstu málfræðiritgerðar
að sjálfsögðu við allar þær fjölskrúðugu bókmenntir á Vesturlöndum
sem fjallað hafa um heilaga menn frá dögum Sulpiciusar Severusar og
til okkar daga. Fulltrúar þeirra á íslandi eru ekki aðeins Heilagra
manna sögur og Postula sögur, heldur einnig allir skyldir textar eins og
Samtalsbœkur Gregoríusar heilags eða Vitae patrum. Bak við Ara
Þorgilsson sér hann grilla í alla sagnfræðihefð miðalda, sem er arfur
frá fornöldinni. Ég álít að þetta tvennt: þýðingar helgar og rit Ara, hafi
verið nægileg forsenda þess að íslensku fornsögurnar gátu komið fram
á sjónarsviðið.
Samkvæmt hinni hefðbundnu aðgreiningu milli innihalds, forms og
formgerðar (structure), þá er það formgerðin sem ég ætla að fjalla um.
Ég mun sleppa öllu sagnfræðilegu, því sem snertir áhrif og heimildir
fyrir einstökum atriðum (innihaldinu) og einnig því sem snertir stíl. Þá
eru eftir nokkur djúpstæð einkenni sem höfundarnir hafa sennilega ekki
gert sér grein fyrir: formgerðin, það er að segja aðferðirnar við að
skipuleggja og setja fram efnið, frásagnarhraðinn, niðurröðun efnisins
miðað við burðarása staðfræði og tíma. Með tilstyrk þessarar form-
gerðar tókst íslendingum að birta frumlega heimssýn, og það er áreið-
anlega hennar vegna sem Marc Bloch mat svo mikils ‘íslenska sagn-
fræðiskólann sem stendur svo miklu ofar latneskum söguritum miðalda
hvað sögulegan skilning snertir’, eins og hann kvað að orði.
Ef ég ætlaði að fjalla um málið í heild þyrfti ég sennilega einnig að
taka aftur til umræðu deilurnar gömlu milli þeirra sem hallast að sagn-
festukenningunni og hinna sem fylgja bókfestukenningunni. Ég hlýt að
sjálfsögðu að víkja lítilsháttar að þeim, en þó ekki til þess að rekja enn
einu sinni sögu þessa deilumáls heldur einungis til að finna helstu
röksemdunum stað. Með því að ganga út frá heilagra manna sögum og
erlendum söguritum, sem enginn efast lengur um að flutt hafi íslend-
ingum fyrstu erlendu menningaráhrifin, vildi ég setja fram þau grund-
vallaratriði sent hægt væri að byggja formgerðarrannsóknir á. Ég veit
vel að þau viðhorf sem ég ætla að lýsa eru mjög almenns eðlis og óhlut-
stæð, og mun ykkur sjálfsagt finnast þau mjög í frönskum anda. En