Gripla - 01.01.1984, Blaðsíða 121
VITA - HISTORIA - SAGA
117
lega skapandi starf, og það er það sem ég vil fjalla um nú. Það er furðu-
legt að á einni öld skuli fjöldamargir skólar hafa verið reistir um allt
Island frá skólanum í Bæ, sem landi minn Rúðólfur frá Rúðuborg
stofnaði ef til vill þegar á 10. öld, til hinna frægu skóla í Skálholti,
Haukadal, Odda og á Hólum, þar sem annar landi minn, Rikini, kenndi
ferveg (quadrivium). Auk þess má ekki gleyma farkennurum og hópum
af vel ættuðum unglingum sem söfnuðust saman umhverfis einstaka
presta eða biskupa ‘til læringar’. Það er engin tilviljun að meðal elstu
rita á íslensku eru verk sem menn myndu nú kalla litlar handbækur í
ýmislegum vísindum: Physiologus, Elucidcirius, Veraldar saga, Rím-
beygla, Hungurvaka og íslendingabók. Og hvað skal segja um þann tug
af klaustrum sem sett voru á stofn víðsvegar um þessa strjálbýlu eyju?
Hvaða tengiliður var betri milli Rómaborgar og meginlandsins annars-
vegar og íslands hins vegar? Það gefur að skilja að þau voru mikilvægar
gróðrarstöðvar. En þar hafa ekki einungis verið menntaðir mikilhæfir
kirkjunnar þjónar, heldur hafa klaustrin einnig laðað fram og eflt til
dáða fjölmarga menn með köllun til bókmenntasköpunar. Má þar eink-
um benda á Þingeyraklaustur, sem meistari minn Sigurður Nordal —
sá sem kom mér inn á þá braut sem ég hef síðan farið í íslenskum
fræðum — kallaði ‘sagnamannaskóla’.
Það er sennilegt að hneigð íslendinga til sagnaritunar, sem menn eins
og Theodoricus og Saxo Grammaticus luku lofsorði á, sé kirkjunni að
þakka. Hugmyndir kirkjunnar um sögu voru, eins og menn vita, mjög
mótaðar af kenningum heilags Ágústínusar: samkvæmt þeim hefur
sagan merkingu, hún á að sýna leið mannkynsins frá náðinni til synd-
arinnar, frá syndinni til endurlausnarinnar, frá endurlausninni til kraft-
birtingar guðdómsins, í stuttu máli að sýna in vivo fram á vilja guðs.
Þess vegna er ekki gerður greinarmunur á trúarsögu og veraldlegri sögu.
Af þessu leiðir tvíþættan tilgang sem einkennir síðan allar íslenskar
bókmenntir: íslendingar vildu skapa sagnfræði með því að segja sögur,
vera fróðir sagnamenn, kenna með því að skemmta, tengja það sem var
gagnlegt og skemmtilegt, eins og annar af vinum mínum og meisturum,
Einar Ólafur Sveinsson, myndi segja. íslendingar hafa alltaf vitað að
ekki er hægt að kenna raunverulegan fróðleik að gagni nema skemmtun
fylgi. Þetta er einmitt það sem sagt var um Ingimund prest á Reykhól-
um: ‘(hann var) fræðimaðr mikill ok fór oft með sögur’. Reyndar var
þessi áhugi á sagnfræði útbreiddur um öll Vesturlönd á fyrsta árþús-
undinu eftir Krist og finnst um öll Norðurlönd: danska ritið Passio