Gripla - 01.01.1984, Page 122
118
GRIPLA
sancti Canuti regis er frá lokum elleftu aldar, og Theodoricus, sem
sennilega hefur verið norskur, er litlu yngri en Sæmundur og Ari Þor-
gilsson.
Um leið og ritaðar eru hinar fyrstu Heilagra manna sögur og Postula
sögur, sem eru jafnan fjórþættar (legenda, hin eiginlega vita sem fylgir
fastri uppskrift, passio og miraculá) er til orðin föst formúla sem komin
er beint úr latneskum frumheimildum þessara bókmennta. Ævisögur
heilagra manna á Norðurlöndum og utan þeirra (svo sem Nikulás saga)
og ævisögur erlendra og innlendra biskupa eru þáttur í mikilli bók-
menntahreyfingu til uppbyggingar mönnum og varnar fyrir kirkjuna.
Þessi hreyfing eflist af ýmsum öðrum tegundum uppbyggilegra og
fræðilegra rita, og má meðal þeirra telja hómilíubækur, leiðarvísa í guð-
fræði og siðfræðirit eins og Disticha Catonis (Hugsvinnsmál). Þessi verk
verða uppistaðan í geysimiklu bókasafni sem fræðimenn á síðustu
hundrað árum hafa reynt að sundurgreina. Og ekki má gleyma sjálfri
Biblíunni sem stundum er vitnað í á óvæntan hátt í íslendingasögunum
frá Eglu til Njálu og Fóstbrœðra sögu, né heldur ritgerðum eins og
Regimen sanitatis Salernitatum, sem vinsæl var, eins og Hrajns saga
Sveinbjarnarsonar er til vitnis um.
Þegar hingað er komið er vert að hyggja að þremur atriðum. Fyrst
má telja ákveðna formgerð: segja mætti að íslenskar fornsögur væru
eins konar vitae sem fjölluðu þó ekki um helga menn. Tengiliðurinn
gæti mjög vel verið persónur eins og biskupar þeir sem menn vildu taka
í dýrlinga tölu, Þorlákur Þórhallsson og Jón Ögmundarson, svo að ekki
sé minnst á þann mikla guðs víking Guðmund Arason, — eða kon-
ungar eins og Ólafur Haraldsson sem stýrðu ríkjum til árs og friðar
samkvæmt ævafornri hefð, en á vegum guðs kristinna manna. í öðru
lagi er um að ræða stíl sem hlítir ævinlega nokkrum grundvallarreglum,
hvort sem hann er einfaldur, skrúðmikill eða staglsamur. Loks verður
að geta þess að varla er til, að ég held, nokkurt það rit íslenskt frá
upphafi ritaldar til loka gullaldarinnar sem ekki hafi átt að vera öðrum
til eftirbreytni. Mikið hefur verið ritað um dæmisögur — exempla —
á miðöldum. Mér þykir það mjög athyglisvert að íslendingar skuli hafa
tekið við þessari bókmenntagrein í sínum þremur myndum: similitudo
samlíking, parabola (dæmisaga) og fabula (ævintýri), og notað hana
bæði í sinni upphaflegu mynd og sem lið í miklu lengri sögum. Dæmi-
saga Ketils prests í Þorgils sögu og Hafliða er svo skýrt dæmi um þetta,
að ég hef oft velt því fyrir mér hvort þessi samtíðarsaga hafi ekki verið