Gripla - 01.01.1984, Side 125
VITA - HISTORIA - SAGA
121
5. Tilgangur þessarar uppbyggingar skiptir meira máli en sérleiki
hverrar ævisögu út af fyrir sig, þess vegna er ekki þörf á því að atburð-
irnir séu frumlegir: þeir endurtaka sig frá einni sögu til annarrar; og
ekki þarf heldur að endurnýja þær fléttur sem upp koma, því að þær
eru endurtekning á fáurn fyrirmyndum. Af þessu leiðir þó ekki að
sagan sé kyrr, heldur er þvert á móti alltaf spenna í henni vegna stöð-
ugra átaka milli hinna ýmsu þátta hennar, hins sýnilega og hins ósýni-
lega, himnaríkis og helvítis, lifenda og dauðra. Maðurinn er aldrei í
hvíld, heldur er hann dreginn að hyldýpinu eða hafinn langt upp fyrir
sjálfan sig. En þó verður að gæta eins: þótt heilagra manna sögur standi
nálægt drama, af því að þær lýsa baráttu dýrlingsins við sjálfan sig og
við Óvininn, þá ganga þær samt út frá þeim grundvallarforsendum að
allt sé gefið þegar í upphafi, köllun, val og ethos, og því sé ekki um
þróun að ræða heldur kraftbirtingu og staðfestingu þess sem var þegar
í byrjun. í epískum verkum eða harmleikjum leiða örlögin til falls
hetjunnar, en í heilagra manna sögum er það dýrð guðs sem veldur því
að dýrlingurinn sigrar.
Af þessu leiðir annað atriði í samsetningu verkanna: heilagra manna
sögur snúast venjulega um dauða söguhetjunnar og merkingu þess
atburðar. Grundvallarmerking frásagnarinnar er því uppbyggileg. Sögur
um smáatvik, sem helst þurfa að vera áhrifamikil, eru gagnlegar í frá-
sögninni og hún hneigist til málskrúðs, þ. e. a. s. til langra orðræðna
með öllu skrauti mælskulistarinnar. Þegar langvarandi vinsældir þessara
bókmennta leiða til hnignunar þeirra, fer skrúðið að hneigjast æ meir að
því sem er stórkostlegt og ótrúlegt eða jafnvel að því sem er hryllilegt.
6. Hægt er að orða það sem hér hefur verið sagt á annan hátt:
ákveðin stefjagerð, sem tengd er heimsskoðun þessa tíma, ræður penna
helgisagnaritaranna. Grundvallarhugmynd heilagra manna sagna er á
þessa leið: til er guðleg skipan sem mannheimurinn er ekki í samræmi
við vegna eðlis síns, en hann á að reyna að nálgast hana. Þess vegna
er ekkert fjarstæðukennt við kraftaverk, þau vitna um hina guðlegu
skipan nteð því að koma að nýju á betra ástandi. Hin guðlega skipan
á að sigrast á ringulreið í mannheimi og koma í stað hennar. Hryllings-
sögurnar hafa það hlutverk að gera skiljanlega náð og hefnd guðs. Öll
þessi tvískipting kemur fram í yfirlýstum dáleika á skörpum andstæð-
um, ljósi og skugga, illu og góðu. A bak við allar þessar sögur er blýföst
röð og regla, — meðal annars röð og regla guðlegs réttlætis, sem er
mjög alþýðlegt og vinsælt stef.