Gripla - 01.01.1984, Page 126
122
GRIPLA
Þannig eru heilagra manna sögur verk sem hlíta mjög ströngum
reglum og fá gildi sitt af hugmyndafræðinni sem stendur á bak við þau,
en hafa ekki neinn sérsvip hvert um sig. Þau fylgja lögmálum hug-
myndafræðinnar en ekki eigin lögmálum textans.
Ef ég sný mér nú að því að tala um sagnfræði miðalda frá sama sjónar-
hóli, kemst ég að mjög svipuðum niðurstöðum og skal nú leitast við að
sýna fram á það. Þegar öllu er á botninn hvolft er mjög mikið samhengi
í vestrænni sagnaritun frá byrjun. Frá upphafi grískrar sagnaritunar á
tímum Hekateusar frá Miletos á 6. öld fyrir Krist og goðsagnaritaranna,
hófust verkin á ættartölum sem höfðu þann tilgang að tengja þá at-
burði, sem samkvæmt gamalli hefð voru eignaðir guðum og hetjum, við
tímatal manna. Heródót bætti svo við þetta öðru markmiði: því að
varðveita fortíðina frá gleymsku, og einnig nýrri tækni sem fólst í eigin
rannsóknum. Þúkydídes varð fyrstur manna til að beita gagnrýni á
frásagnir og Pólybíos á annarri öld fyrir Krist lagði loks drög að sagn-
fræði eins og hún hefur verið stunduð fram til nútímans með ýmsum
tilbrigðum eins og menn þekkja: hann rannsakaði ástæður breytinga í
stjórnmálum og leitaði að innri lögmálum sem stýrðu gangi sögunnar.
I þessari viðleitni sinni reyndi hann, þótt ekki tækist fullkomlega, að
forðast goðsagnir og fyrirfram gerð lögmál. Við útbreiðslu kristindóms-
ins, sem byggist á sögulegum grundvelli, notuðu rithöfundar eins og
Eusebíus frá Kaisareu, Híeronymus og þó einkum heilagur Agústínus
þessi sömu vinnubrögð, en hjá þeim kemur einnig fram vilji til að verja
kristindóminn og deila á heiðingja. Þótt hér sé farið hratt yfir sögu má
segja að engar stórfelldar breytingar verði á sagnaritun Vesturlanda
fram að nýöld.
Eins og þegar ég talaði um heilagra manna sögur, leiði ég hér hjá
mér eitt grundvallaratriði sem cr sjálfsagt upphaf allra frásagna, en það
er sjálf ánægjan við að segja sögur og hlýða á þær.
1.-2. Fyrsti þáttur formgerðarinnar sem ég ætla að fjalla hér um, er
sá sem snertir rúm og tíma. Rétt er að leggja áherslu á eitt: undirstaða
sagnfræðinnar ætti að vera tíminn. Sú tilhneiging sem kemur fram í
annálum eða ættartölum (sem láta til dæmis Hvamms-Sturlu vera kom-
inn af sjálfum Oðni), að byrja á upphafinu og staðsetja frásögnina ‘in
illo tempore’ virðist benda til þess að höfundarnir vilji fella fortíðina
inn í straum og sýna mönnum rás tímans. En þrátt fyrir það fylgir
sagnaritunin þó á engan hátt raunverulegri framrás tímans. Hún sýnir