Gripla - 01.01.1984, Page 127
VITA - HISTORIA - SAGA
123
okkur aðeins einangruð augnablik eða mikilfenglega atburði, sam-
kvæmt eins konar ‘æðaslætti’, en fvlgir ekki tímans straumi í samhengi.
Vera má að hægt sé að skýra hinar miklu og stöðugu vinsældir ævisagna
með því hvað menn töldu minnið og endurminningarnar mikilvægar,
en samt sem áður eru ævisögurnar ekki annað en safn af stuttum svip-
myndum. Sama máli gegnir um rúmið: um það er mjög sjaldan fjallað
í sjálfu sér og höfundarnir hafa lítinn áhuga á landslagi og sviðinu þar
sem atburðirnir gerðust. Þótt þeim finnist nauðsynlegt að víkja að því
stöku sinnum, hefur það sjaldan nokkra sérstaka þýðingu. Landslagið
skiptir ekki máli nema það sé framandi.
3. Eins og í heilagra manna sögum mótast söguhetjan alveg af hlut-
verki sínu, hvort heldur hún er keisari, konungur, stríðsmaður eða
annað. Hún verður ekki til við þróun og leggur ekki dóm á sínar gerðir,
heldur birtist hún í ákveðnu hlutverki og eðli þess nægir til að sérgreina
hana. Hún er fulltrúi ákveðinnar og almennrar manngerðar. Þess vegna
skortir myndina af söguhetjunni allan persónuleika. Það er mjög eftir-
tektarvert hvað sagnariturum er yfirleitt ólagið að draga fram þau sér-
kenni sem gera manninn að einstaklingi. Sálarlífi einstaklings og eðli
hópsins er gjarnan ruglað saman. Það eru manngerðin og staðan sem
ákvarða söguhetjuna.
4. Samsetning verksins fylgir einnig föstum reglum. Sagnaritunin
víkur ekki frá könnunaraðferðum Heródóts: þess vegna er hún sundur-
laus, röð staðreynda án tengsla, samsafn óskyldra atriða sem leiðir oft
til þess annálaforms sem vinsælt var langt fram á nýöld. Þessi vinnu-
brögð skýra mikilvægustu einkenni bókmenntagreinarinnar: þar skortir
andstæður, allt gerist á einu sviði, ekki er nægileg tilfinning fyrir mis-
muninum á hinum ýmsu þáttum frásagnarinnar og því vantar dýpt. Allt
verður slétt og fellt og aukaatriði eru ekki aðgreind frá aðalatriðum.
Tilhneigingin til málskrúðs og hetjusagnastíls leiðir einnig til sífelldra
útúrdúra, einkum til þess að langar ræður eru mjög oft felldar inn í
textann. Stundum eru ræðurnar gerðar að samtölum svo að stíllinn
verði meira lifandi. Við þetta bætist sú trú að seinni tíma menn geti
dregið lærdóm af atburðum fortíðarinnar og haft þá að fordæmi, en
samkvæmt því verður að gera ráð fyrir að atburðirnir geti endurtekið
sig. Það sem einu sinni hefur gerst, gerist aftur. Árangurinn af þessu
öllu verður eins konar víðáttumikil og kyrrstæð andrá sem vel kemur
fram í myndum á veggtjöldum og steindum gluggum miðaldadóm-
kirkna. Á þessu stigi hefur sagnaritunin í rauninni ekki annan tilgang