Gripla - 01.01.1984, Page 128
124
GRIPLA
en aS hrúga saman sem mestu af fróðleik. Allt fram til hinna miklu
safnrita miðalda, eins og verka Vincents frá Beauvais og Ottós frá
Freising, er þessi bókmenntagrein einkum stór yfirlitsrit sem bera vitni
um tryggð höfundanna við þá skoðun að sagan sé í eðli sínu ein og
óskipt heild.
5. Þá er eftir að tala um stefjagerðina. Frá dögum Forn-Grikkja til
kristinna rithöfunda á miðöldum breytist hún ekki, hún byggist öll á
einfaldri grundvallarhugmynd sem ræður uppbyggingu verksins. Þessi
grundvallarhugmynd er sú að sagan hafi merkingu og sagnaritunin eigi
að draga hana fram í dagsljósið. Hvort sem verið er að sýna manninn í
baráttu við örlögin eða kraftbirtingu guðlegs vilja í sögunni gefur eng-
inn texti þá mynd af henni að hún sé tilviljunum háð, því síður að
atburðir hennar séu fáránlegir. Hvorki Ari Þorgilsson né skynsemis-
hyggjumaðurinn Snorri Sturluson brjóta þetta lögmál. Sagan getur
verið sérhæfð á ýmsan hátt: Hún getur verið þjóðarsaga (Paulus Dia-
conus, Orderic Vital, Dudon frá Saint-Quentin, Geoffrey frá Mon-
mouth), saga klausturs eða biskupsstóls (Gregorius frá Tours, Flodo-
ard), kirkjusaga (Petrus Comestor, Adam frá Bremen), eða saga kon-
ungsríkis, en hvernig sem það er skipa tilviljanir þar aldrei neitt rúm.
Sagan fjallar jafnan um þróun og eflingu einhverrar skipanar.
6. Þessi bókmenntagrein byggist því fremur en margar aðrar á
ákveðnum skilningi á veröldinni og mannlífinu. Það er ef til vill ekki
nauðsynlegt að taka það sérstaklega fram, en þessi sagnfræði er aldrei
hlutlaus því að höfundarnir láta stjórnast af skoðunum sínum. Þær
reglur sem ráða því hvaða atburðir eru teknir til umfjöllunar eru á
engan hátt hlutlausar. Það sem talið er frásagnarvert beygir sig sjaldan
undir kröfur gagnrýni. Auk þess leyfir blind trú á gamla hefð sjaldan
að beitt sé nokkurri heimildarýni, og koma þessi vinnubrögð nútíma-
mönnum barnalega fyrir sjónir. Virðingin fyrir ‘auctoritates’ veldur því
að mönnum finnst leyfilegt að taka upp heila kafla úr eldri ritum.
Þannig skrifar Snorri sjálfur hiklaust upp heila kafla úr Ágripi, Morkin-
skinnu og fleiri ritum.
Nú er tími til korninn að draga saman ýmsa meginþætti varðandi
miðaldatexta í óbundnu rnáli, hvort sem þeir teljast til heilagra manna
sagna eða sagnfræði, að svo miklu leyti sem þessar tvær bókmennta-
greinar falla ekki saman.
í öllum tilvikum má hiklaust fullyrða að tíminn sé ekki til í sjálfu
sér, höfundarnir hirði ekki um rás tímans eða geri hana ekki að um-