Gripla - 01.01.1984, Síða 129
VITA - HISTORIA - SAGA
125
fjöllunarefni, þótt slíkt virðist þverstæðukennt. Helgisagan reynir að
sannprófa það sem í upphafi var gefið og verður því eins konar risa-
vaxið ‘quod erat demonstrandum’. Sagnfræðin fjallar aðeins um mikil-
væga atburði og tímaskeið og lætur vera stór, auð bil á milli þeirra.
Ekki er heldur skeytt um landfræðilegan ramma frásagnarinnar nema
hann hafi einhverja sérstaka þýðingu: menn vilja til dæmis varðveita frá
gleymsku píslarvættisstaði og staðina þar sem helgir dómar fundust, og
það þarf að lýsa því hvar frægir bardagar og stórviðburðir áttu sér stað.
En þetta hefur vísvitandi verið valið úr, og höfundar helgisagna eða
höfundar sagnfræðirita hafa annars engan áhuga á umhverfinu sem
slíku.
Á sama hátt hefur sögugarpurinn lítið einstaklingsmót, hann gegnir
ákveðnu hlutverki og er fulltrúi fyrir vissa ordo. Ef höfundur leggur
einhverja rækt við að lýsa útliti garpsins er það jafnan til að gefa því
táknrænt gildi, og ef hann lýsir skapgerðinni fer lýsingin eftir tilgangi
hans eða venjum bókmenntagreinarinnar.
Uppbygging og gerð verksins fer í báðum tilvikum eftir ströngum
reglum sein of langt yrði að rekja hér en eru óbreytanlegar. Án þess að
til komi bein áhrif frá Quintilianusi, Donatusi, Remi frá Auxerre eða
þeim sem útbreiddi kenningar þeirra allra, Alexander frá Villedieu,
það er að segja án beinna áhrifa frá klassískri mælskulist, eru textarnir
byggðir upp samkvæmt ytri rökum en aldrei eftir innri kröfum. Heildar-
byggingu verksins stýrir vökul athygli höfundarins — vökul af því að
hann veit fyllilega hvers vegna, það er að segja í hvaða tilgangi hann
er að skrifa. Hann þekkir til hlítar reglur bókmenntagreinarinnar sem
segja fyrir um ritklif (topoi) og fastar frumeiningar og hversu þau skuli
skeytt saman. Með öðrum orðum er frelsi höfundarins eins heft og
frekast getur verið: latneska sögnin com-ponere, sem þýdd var lið fyrir
lið á norrænu með ‘saman-setja’, lýsir fyllilega starfi hans. Svo að notað
sé mál tónlistarinnar, þá semur hann ekki, heldur býr til tilbrigði um
fyrirframgefið stef. Hann skrifar ekki að ófyrirsynju og notar til þess
bæði ræður og útúrdúra; og hann hefur það hlutverk að sýna ákveðna
skipan, skipan guðs sem skipan manna á að endurspegla. Það þarf að
skoða alla þessa texta ‘á dýptina’ eins og áður var sagt í umræðum um
málaralist. Einnig má segja, svo að enn séu tekin dæmi af höfuðlistum,
að það sé ekki af samsetningunni né heldur efninu sem arkitektinn er
dæmdur, heldur af því hve hann fylgir reglunum dyggilega í smíðinni.
Til þess að skýra þessar almennu hugleiðingar þyrfti að sjálfsögðu