Gripla - 01.01.1984, Side 132
128
GRIPLA
en það var einkum í upphafi. Menn byrjuðu mjög snemma á aðlögun
og persónulega skapandi starfi.
Hvers vegna? Það er ekki úr vegi að benda á að Grikkir, rómanskar
þjóðir, Keltar, Slavar, Germanir og norrænar þjóðir eru afkomendur
sömu menningarþjóðar og tóku við sama indóevrópska arfinum. Þessi
arfur hefur, eins og menn vita, breyst og greinst eftir þjóðum og stað-
háttum þeirra landa þar sem hann festi rætur. Kringumstæðurnar, saga
og staðhættir og svo það að á íslandi réð andleg hástétt sem átti upp-
runa sinn að rekja til tveggja ólíkra greina hins indóevrópska stofns, —
allt skýrir þetta að ýmsar frumtilhneigingar manna, svo sem frásagnar-
gleði, áhugi á fortíðinni, hetjudýrkun, tilvísun til æðri máttarvalda til
að skýra og dæma athafnir manna og rituð varðveisla sagnaminna, skuli
hafa borið ávöxt fyrir áhrif frá þjóðum sem þá voru í fararbroddi. Eftir
stendur að þrátt fyrir hin erlendu áhrif, sem urðu mönnum hvöt og
mótuðu frásagnarháttinn, eru heimsmynd sagnanna og mannskilningur
í kjarna sínum af norrænu bergi brotin. Það að þessi norræni arfur skuli
hafa þróast á íslandi er hamingja íslendinga og sigurhrós, launin fyrir
hugrekki þeirra og trúmennsku við sjálfa sig.
FÁEIN HEIMILDARIT
R. Aigrain: L’hagiographie, París 1953.
Bjarni Aðalbjarnarson: Om de norske kongers sagaer, Osló 1937.
H. Delehaye: Les légendes hagiographiques, Bruxelles 1905.
J. Fontaine: Introduction á Sulpice Sévére. Vie de Saint Martin, París 1967.
T. Wolpers: Die englische Heiligenlegende des Mittelalters, Tubingen 1964.
R. Boyer: ‘An attempt to define the typology of medieval hagiography’, í Hagio-
graphy and Medieval Literature, Odense 1981, pp. 9-26.
M. Bloch: Apologie pour l’histoire ou Métier d’historien, París 1949.
F. Braudel: Ecrits sur l'histoire, París 1969.
J. Le Goff: ‘Au Moyen Age: temps de l’Eglise et temps du marchand’, í Annales
E.S.C., október 1960.
Jón Jóhannesson: íslendinga saga I—II, Reykjavík 1956-58.
C. Samaran ed.: L’histoire et ses méthodes. Encyclopédie de la Pléiade, París 1961.
H.-I. Marrou: Théologie de l’histoire, París 1968.
Ýmsar greinar í Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder, sjá einkum
Helgensoger, Helgener, Historieskrivning, Legende og Vitae sanctorum.
Að sjálfsögðu hefur verið stuðst við mörg fleiri rit en hér eru talin. Tilvísanir
til allra helstu heimilda er að finna í riti mínu, La vie religieuse en Islande (1116-
1264) d’aprés la ‘Sturlunga saga’ et les ‘Sagas des Evéques’, sem fjölritað var 1971
og prentað í styttri gerð í París 1979.