Gripla - 01.01.1984, Page 133
BJARNI EINARSSON
HVALLÁTUR
Það er kunnara en frá þurfi að segja að mörg örnefni hér á landi hafa
Hvals- eða Hval- að fyrra lið. Ætla mætti að þessi nöfn væru öll auð-
skilin og því að óþarfi að fjölyrða um þau. Þó þarfnast a. m. k. tvö
þeirra nánari athugunar: 1. Hvalvatn og 2. Hvallátur. Hið fyrr nefnda
er sem kunnugt er nafn á fjallavatni einu upp frá Hvalfirði. Um uppruna
þess nafns hafa verið settar saman munnmælasögur og eru þrjár prent-
aðar í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar: 1. Rauðhöfði (tvær gerðir), útg.
Árna Böðvarssonar og Bjarna Vilhjálmssonar I bls. 81-5, og þriðja
gerðin er Faxi í I bls. 85. Fleiri afbrigði þessarar hvalsögu eru í III bls.
148-52. Hér skal látin nægja skýring munnmælasagnanna á uppruna
nafnsins á Hvalvatni. En vert virðist að athuga nánar hvernig geti staðið
á hinu nafninu: Hvallátur. Gegnir nokkurri furðu að fræðimenn skuli
ekki enn — að því er best verður séð — hafa veitt því nafni neina at-
hygli. Að vísu eru í bók Bergsveins Skúlasonar, Breiðfirzkum sögnum,
1959, bls. 93, hermd munnmæli um eyjarheitið Hvallátur á Breiðafirði:
‘Það er sagt, að þar hafi rekið hvalinn, sem Hvallátur draga nafn af.’
Auk eyjarinnar heitir bær vestan og norðan Látrabjargs Hvallátur (sums
staðar nefndur ‘Hvallátur við Bjarg’). Bjargið sjálft og fleiri staðir í
nánd eru og kenndir við þennan bæ: Látravík, Látraheiði, Látradalur,
Látravatn og Látraröst.
Frummerking orðsins láturs er ‘staður þar sem einhver liggur’. Skyld
eru gríska orðið Aextqov og latneska orðið lectus: rekkja, legubekkur.
Alkunn er ísl. sögnin að látra, sólin látrar sig (gengur undir), látrast
(leggjast niður): ‘En er menn höfðu látrazt og allt var kyrrt og hljótt
. . .’ (yngri gerð Örvar-Odds sögu).1
í orðabók Blöndals stendur um látur: ‘leje, spec. yngleplads for sæl-
hunde (selalátur)'o'g hvaler (hvallátur).’ En fyrr í bókinni er hvallátur
skýrt svo: ‘sted, hvor hvaler holder til med deres unger.’ Augljóst ætti
að vera að þetta er ófullnægjandi skýring að því er til hvala tekur, þar
1 Fornaldar sögur Nordrlanda. Kaupmannahöfn 1819. II bls. 28411.
Gripla VI — 9