Gripla - 01.01.1984, Blaðsíða 135
HVALLÁTUR
131
Halldórssonar í ísl.-latn. orðabók hans: 1. ‘Hvallátr’ er uppflettiorð á
sínum stað, næst á eftir ‘Hvala-mid’, og er það sagt hafa sömu merkingu
og orðið á undan: ‘n. idem’. 2. Undir uppflettiorðinu ‘Látr’ kemur þessi
skýring: ‘n. stabulum phocarum, v. balcenarum in sinubus littorum, v.
rupibus in continenti, Sælhundes eller Hvalers Leje i Bugter af Strand-
bredden eller Klipper paa det faste Land. Hinc nomina propria. Hval-
látr, sel-látr, þara-látr, saur-látr, qvœ omnia sinus depressioris fundi et
augustos indigitant. Heraf en Del stæders Navne, der alle tilkjendegive
en snæver og lav Bugt, f. Eks. Hvallátr o. s. v.’
Varla þarf að efa að það er nafnið Hvallátur sem hefur komið séra
Birni til að búa til þessar skýringar, annars vegar að hvallátur merki
sama og hvalamið og hins vegar að látur geti verið vík eða vogur (auk
þess klappir á landi).
Loks má geta þess að í orðabók þeirri ísl.-enskri sem kennd er við
Cleasby er á tveim stöðum staðhæft að hvalir fæði afkvæmi sín í látrum:
1. ‘látr, m., .. . the place where animals, esp. seals, whales, lay their
young.’ — 2. ‘hvallátr, m. ‘whale-litter’, a place where whales cast their
young: a local name in Icel.’2 Þarna er fullyrt að hvalir beri kálfum sín-
um í látrum.
Til er ritgerð eftir Bjarna Sæmundsson um rostunga við ísland fyrr og
síðar.3 Hann rekur lauslega heimildir um frásagnir fyrri manna og síðari
af rostungum hér við land. Tilefni ritgerðarinnar segir hann vera að fyrir
skömmu hafi verið veiddur rostungur í átthögum hans, Grindavík. En
um þann atburð hafði Bjarni áður skrifað grein í blaði Valdimars Ás-
mundarsonar, Fjallkonunni.4 Þeirri grein lýkur hann með beiðni um að
menn láti hann vita ‘hvar og hvenær rostunga hefir orðið vart hér við
land á seinni tímum.’
Niðurstaða Bjarna í fyrr nefndri ritgerð er á þessa leið (stytt hér): ‘Af
disse spredte Oplysninger synes jeg man maa drage den Slutning, at
Hvalrossen ganske vist nu og da har vist sig ved Islands Kyster, men kun
som en tilfældig Gæst. . . At Hvalrossen har været hyppigere ved Island
i ældre (historisk) Tid, synes mig neppe Grund til at antage, sk0nt Lov-
bestemmelserne i “Grágás” kunde tyde paa det Modsatte. Hvad der
særlig st0tter denne min Mening, er nemlig den Omstændighed, at For-
2 Kyngreiningin ‘m.’ er orðabókarinnar. Ætti að vera n.
3 Om Hvalrossens Forekomst ved Island i ældre og nyere Tider. Videnskabe-
lige Meddelelser. Dansk naturhistorisk Forening 1897. Bls. 201-210.
4 XI. árg. 1894, bls. 195.