Gripla - 01.01.1984, Page 136
132
GRIPLA
fatteren af “Kongespejlet”, et Skrift, hvis Tilblivelse skriver sig fra c.
Aar 1250, slet ikke nævner Hvalrossen blandt de Dyr, han beskriver
som hprende hjemme i Havet omkring Island . . . Hvorvidt det har været
anderledes i forhistoriske Tider t0r jeg ikke udtale nogen Mening om.’
Það mun vera rétt athugað að ummæli Kristinna laga þáttar í Grágás
um rosmhvali verði ekki álitin vitnisburður um að meira hafi verið hér
um rostunga á fyrri tímum (eftir að sögur hófust). Lögin voru samin
snemma á tólftu öld. Hér er um að ræða tvær greinir og í báðum eru
tilgreind önnur dýr, sem eru sjaldgæf eða alls ekki hér: 1. ‘Hvítabjörn
eigu menn að veiða og gera heiman för til, og á sá björn er banasári
kemur á . . . Rosmhval eigu menn að veiða og á sá hálfan er veiðir, en
hálfan sá er land á.’ 2. ‘Björn eigu menn að nýta, hvort sem er viðbjörn
eða hvítabjörn, og rauðdýri, hjört eða hrein. Rosmhval og sel, það skal
eta á þeim tíðum að eins er kjöt er ætt.’5
Á tveim öðrum stöðum í Grágás (Staðarhólsbók) er talað um rost-
unga: ‘Landeigandi á að hafa af fjöru þeirri. . . sela alla og rostunga . ..’
2. ‘Ef menn veiða rostung á landi manns eða í netlögum, og á hálfan
landeigandi, en hálfan þeir er veiða.’6
Óvíst er hversu gömul þessi ákvæði eru, en þau kynnu að benda til að
rostungar hafi þá verið heldur tíðari gestir hér við land en síðar varð.
Reyndar hafa þessi ákvæði verið endurtekin lítt breytt í Jónsbók
(1280).7
Lögbækur eða Konungsskuggsjá veita enga vitneskju um rostunga við
strendur Islands um það bil sem landnám hófst. Víst er eftir því sem
Þorvaldur Thoroddsen hefur ályktað af fundi beina og tanna, að ‘um
lok ísaldar hafa þeir verið miklu algengari’.8 Hann taldi og líklegt að
rostungar hefðu verið nokkru algengari í fornöld en nú. Hafi svo verið
við upphaf landnáms, er víst að þá hafa orðið skjót umskipti. Engu að
síður hefði strjálingur rostunga e. t. v. getað nægt sem tilefni nafna eins
og Rosmhvalanes, en síðari helmingur í nafninu Hvallátur hlýtur þó að
benda til varanlegrar dvalar ‘hvala’.
Tennur rostunga voru konungsgersemar á fyrri öldum og samkvæmt
tilskipun 20. mars 1563 átti að bjóða fyrst umboðsmanni konungs
5 Grágás. Staðarhólsbók. Kj0benhavn 1879. Bls. 40 og 43.
8 Sama rit (Landbrigðisþáttr), bls. 514 og 515.
7 Jónsbók. Útg. Ólafur Halldórsson. Kþbenhavn 1904. Bls. 192 og 197.
8 Lýsing íslands II. Kaupmannahöfn 1911. Bls. 466.