Gripla - 01.01.1984, Page 139
FORNKVÆÐASPJALL
Andmœlarœður Jóns Samsonarsonar og Eriks S0nderholms
við doktorsvörn Vésteins Ólasonar 22.1. 1983
I
RÆÐA JÓNS SAMSONARSONAR
Rit Vésteins Ólasonar, The traditional Ballads of Iceland, Historical
Studies, sem hér er til umfjöllunar, er söguleg rannsókn á íslenskum
fornkvæðum eða sagnadönsum, eins og kvæðin eru líka kölluð. Elsta
varðveitt safn íslenskra fornkvæða er kvæðabók séra Gissurar Sveins-
sonar frá 1665. Öllu lengra aftur verður saga íslensku kvæðanna ekki
rakin eftir ritheimildum, og má nærri geta að margt verður í óvissu,
þegar leita þarf svara við því, hvenær kvæðin bárust til íslands, hvaðan
þau komu, hvernig þau fluttust milli landa, hverjir höfðu þau um hönd
og hvert var hlutverk þeirra í íslensku þjóðlífi.
Vésteinn skiptir riti sínu í fjóra kafla. í þrem fyrstu köflunum fjallar
hann um ýmis þau atriði sem mest varða sögu kvæðanna hér á landi,
en þó mjög misrækilega. Hann ræðir þar um skilgreiningu kvæðanna og
um flytjendur þeirra og flutning á meðan þau lifðu enn á vörum fólks,
rekur feril kvæðanna hér á landi eftir því sem ráðið verður af heimild-
um, og ræðir afstöðu þeirra til annarra kvæðagreina, einkum rímna. Þá
gerir Vésteinn grein fyrir skoðunum fræðimanna á aldri og uppruna
sagnadansa hér á landi og ræðir rannsóknaraðferðir. í þessum köflum
er dregið saman og kynnt mikið efni, jafnframt því sem fram koma ný
viðhorf og athyglisverðar athuganir höfundar.
í fjórða kafla gerir Vésteinn grein fyrir íslenskum sagnadönsum og
ber hvert kvæði saman við hliðstæð eða skyld erlend kvæði, þegar þau
eru fyrir hendi.
Það hefur orðið að ráði að ég fjalli hér á eftir um fyrri hluta bókar-
innar, og vík ég þá að einstökum atriðum.
í inngangi skilgreinir Vésteinn íslenska sagnadansa og nefnir sem
einkenni bragarhætti þeirra, sem voru hér eins og annars staðar á
Norðurlöndum ýmist tvíhendur háttur með aa-rími og viðlagi, oftast