Gripla - 01.01.1984, Page 140
136
GRIPLA
fleyguðu, eða ferhendur háttur með xaya-rími og venjulega viðlagi í lok
erinda. í grein í Opuscula V, 1975, Alvara í gamni og íslensk forn-
kvæði, benti Vésteinn á fáein kvæði sem ort eru með fornkvæðislagi
eftir prentuðum sögum útlendum, sem hingað bárust. Þau eru vegna
háttarins tekin upp í fornkvæðaútgáfu Jóns Helgasonar. I öðrum kveð-
skap íslenskum gætir þessara hátta ekki að marki.
Þó kynni að vera ástæða til að vekja hér athygli á bragarhætti, sem
bregður fyrir í kvæðum skálda sem uppi voru á síðari hluta 16. aldar
og á 17. öld og svipar til tvíhenda háttarins sem algengur var á sagna-
dönsum. Hátturinn kemur fyrir á kvæðum sr. Ólafs Jónssonar á Sönd-
um í Dýrafirði, sem var uppi 1560-1627. Um hans daga hafa sagna-
dansar að öllum líkindum notið vinsælda á Vestfjörðum, sem marka
má af uppskriftum vestfirskra manna á síðari hluta 17. aldar og um
1700, og raunar líka af ummælum Snæbjarnar Pálssonar, sem minnist
þess í bréfi til Arna Magnússonar 1708, að áttræðar kerlingar kunnu
mikið af fornkvæðum þegar hann var barn. Snæbjörn var fæddur um
1677, ættaður frá Núpi í Dýrafirði. Til samanburðar við tvíhendan hátt
fornkvæðanna tek ég þrjú dæmi úr kvæðabók sr. Ólafs á Söndum, Ny
kgl. sml. 139b 4to. Þar á bl. 28v-30r eru þrjú smákvæði áhrærandi
góða samvisku fyrir guði og mönnum. 1. og 3. erindi miðkvæðisins eru
á þessa leið:
Gjörist mín hyggjan glöð og þýð,
því guðs er lundin blíð,
hjartans minnkar hugraun stríð,
á hverri tíð,
þú mín sála þessu gjarnan vel hlýð.
Ég missi það ei fyrir mikið fé,
guðs er lundin blíð,
himin og svo hauðrið með,
á hverri tíð,
þú mín sála þessu gjarnan vel hlýð.
Til samanburðar 1. og 5. er. úr Fk. 68, Kvæði af Þorkeli og Margrétu:
Þorkell ríður sig undir ey,
far vel fley,