Gripla - 01.01.1984, Page 143
FORNKVÆÐASP JALL
139
Dæmi um tvíhendan hátt fornkvæðanna er einnig í kvæðabók sr.
Jóns Magnússonar í Laufási (1601-75). í JS 414 8vo, bls. 8-12, er
kvæði sem ber fyrirsögnina: ‘Vorgæla mín eftir misindisvetur, þó í betra
lagi til árferðis. Með fornkvæðis lag.’ 1. og 10. er. eru á þessa leið:
Lof sé guði, liðið er enn
vetrar strangt stríð,
fagni himinn, fold og menn,
um sumartíð
fagurt syngur svanurinn.
Sé þeim heiður og sé þeim prís
um sumarlanga tíð,
sem er vort skjól þá úti frýs,
hans náðin fríð
annast oss sem unga sinn.
Hér er spunnið út frá viðlaginu Fagurt syngur svanurinn um sumar-
langa tíð, og til samanburðar við háttinn má taka Fk. 39, Stjúpmóður
kvæði, upphafserindið:
Stjúpmóðir, ráddu drauminn minn,
um sumarlanga tíð,
ég skal gefa þér gullskrín,
mín liljan fríð,
fagurt syngur svanurinn.
Það er athyglisvert að í fyrirsögn með kvæði sr. Jóns í Laufási stendur
‘með fornkvæðis lag’, sem er væntanlega tilvísun til sagnadansins, sem
Jón hefur haft í huga þegar hann orti kvæðið. Fornkvæði er hér eins og
oftar í merkingunni sagnadans.
Fleira mætti tína til um notkun þessa tvíhenda háttar með fleyguðu
viðlagi í frumortum íslenskum skáldskap, þótt varla hafi hann verið
fjarska algengur. Þar kynni einnig að gæta áhrifa frá kirkjulegri lýrik.1
Kvæðið Hjartans langan eg hef til þín er stundum eignað sr. Jóni
Þorsteinssyni píslarvotti og stundum sr. Jóni Þorgeirssyni á Hjalta-
1 Af samtímamönnum sr. Ólafs á Söndum er vert að nefna danska skáldið
Hans Christensen Sthen, sem yrkir stundum með líkum brag.