Gripla - 01.01.1984, Page 144
140
GRIPLA
bakka, föður Steins biskups, en stundum er það engum eignað. í Papp.
8vo nr.23 í Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi, bl. 23r-v, handriti sem
mun vera frá síðari hluta 17. aldar, er höfundur ónefndur, en fyrirsögn
er: ‘Ein söngvísa fallig’. í hverju erindi eru tvær ljóðlínur sem stuðla
saman og ríma yfir viðlagslínu, sem skotið er inn á milli, og á eftir síðari
ljóðlínunni fer viðlag áfram. Upphafserindi er á þessa leið:
Hjartans langan eg hef til þín,
jörðu á, Jehóvá,
hratt í burt flýgur ævin mín,
Jesú minn,
leysa því héðan lystir
og lifa með þér, elskhugi minn Christe.
Með nákvæmlega sama bragarhætti og eins gerðum viðlögum er
gamankvæði, eignað sr. Stefáni Ólafssyni í Vallanesi, og má mikið vera
ef það er ekki beinlínis eftirlíking á brag andlega kvæðisins:
Neðan úr Fjörðum flytur sig
Díakon Snorrason
upp í hvamminn, stansar mig;
bordúninn
kjörinn í kór að syngja
og klukkunum þar í Vallanesi að hringja.
Sr. Bjarni Gissurarson í Þingmúla yrkir erfikvæði með þrískiptu við-
lagi: önnur, fjórða og sjöunda lína hvers erindis er viðlag. Sé viðlagið
tekið burt verður eftir regluleg stafhenda. Erindi úr kvæðinu (Thott 473
4to, bl. 58v):
Miskunn þín er mikil og há,
hjartað skal í hæðirnar venda,
mildur guð, það allir sjá,
gleðilíf ei þrýtur þar,
þú hugaðir oss í himnavist,
heimurinn áður en skapaðist.
Gott er oss í guðsríki að lenda.