Gripla - 01.01.1984, Page 145
FORNKVÆÐASPJALL 141
Til samanburðar er Fk. 17, Sonar harmur, upphafserindi að 17. aldar
gerð kvæðisins:
Faðirinn spurði son sinn að,
meinbugir bægja mér frá brúði,
segðu mér þinn harm í stað,
eg er því hryggur, en skjaldan glaður,
þú ei leikur, þú ei hlær,
þú þér önga skemmtun fær,
sorgin mig lúði, sorgin að mig lúði.
Með þessum sama hætti er Fk. 6, Kaupmanna kvæði. Oflátungakvæði
sr. Bjarna í Þingmúla er einnig undir þessum hætti, en þar er lokavið-
lagið rímað við vísuorðið á undan, sem hefur aðeins þrjú ris og endar
á óstýfðum braglið. Með sama brag er Áradalsóður Jóns Guðmunds-
sonar lærða:
Menn hafa þrátt í myrkri hér,
væri ég einn sauðurinn í hlíðum,
margt til gamans fundið sér,
skyldi ég renna í Áradal,
þar sem fúlt og fámennt er
og fólk er ekki tíðum,
forða hríðum, forða mér við hríðum.
Dæmi þess að viðlögum sé skotið með öðru móti inn í stafhend erindi
er kvæði sem birtist í lokabindi fornkvæðaútgáfu Jóns Helgasonar, ís-
lenzk fornkvœði VIII, bls. 86-88: Skeggkvæði. Viðlögin eru: Því veldur
þú — í fanginu á henni jómfrú. Fyrsta varðveitt erindi er á þessa leið:
Sté hann inn á stofunnar gólf,
stökk hann fram yfir ýta tólf,
brokkar hann fram í brúðar krans,
því veldur þú,
svo blekkilega fór skeggið hans,
í fanginu á henni jómfrú.
Þetta kvæði er í handriti frá 18. öld. En sömu skipan viðlaga bregður
fyrir í Hofmanns kvæði, í syrpu sr. Gottskálks Jónssonar í Glaumbæ,