Gripla - 01.01.1984, Page 146
142
GRIPLA
sem skrifuð var um og eftir miðja 16. öld. Það er prentað í útgáfu Jóns
Helgasonar, Gamall kveðskapur, íslenzk rit síðari alda 7, 1979, bls.
45-50. A undan kvæðinu stendur í handriti: A minn sann, segir hof-
mann. Skyldu viðlagi skýtur upp á fáeinum stöðum inni í kvæði, og má
vel vera, eins og Jón Helgason tekur fram, að gera eigi ráð fyrir því
víðar, þótt það sé ekki skrifað. Aðeins í 13. er. er viðlag tekið upp
fleygað og líkist það þá Skeggkvæði, sem áður var vitnað til. 13. er. í
Hofmanns kvæði er á þessa leið:
Þegar hann kemur í gríðar þey
grípur bæði kost og mey,
öll[um] gjörir hann skötnum tjón,
á minn sann,
skeytir ei um kotungs [b]ón,
hann hof[mann].
Kvæði af öðrum toga er í fornkvæðabók sr. Gissurar Sveinssonar frá
1665, AM 147 8vo, bl. 71r-72r. Fyrirsögn: ‘Enn eitt kvæði.’ Til að
átta sig á hættinum er nauðsynlegt að fara með tvö fyrstu erindin:
Gumnar hafa hér gaman í kveld,2
get eg að það sé bannað;
ég mun þegja og þylja í feld
og þenkja um nökkuð annað.
Horfinn gjörist eg heimi í hug.
Horfinn gjörist eg heimi í hug
og hryggðin á mig kallar,
þær hinu stæltu stoltsjómfrúr
stuggast við mér allar.
Gefi þeim heiður og hamingjulán.
Síðan heldur áfram Gefi þeim heiður og hamingjulán, og þannig rekur
kvæðið sig að nýtt erindi byrjar jafnan á niðurlagi þess sem á undan
fór. Með þessum hætti eru sjö erindi, en í kvæðislok er breytt út af og
endað á stuttu erindi, þar sem tekið er upp niðurlag vísunnar á undan
eins og viðlag:
2 Hndr.: kvöld.