Gripla - 01.01.1984, Page 147
FORNKVÆÐASP JALL
143
Menjaþöll í máli snjöll,
mun eg ei verða að inna,
blíðuleikur og brögðin öll;
best mun óði linna.
Hvíta vilda eg hlaðsól finna.
Ekki má, mein er á
menjalindi tvinna.
Hvíta vilda eg hlaðsól finna.
Kvæðið var prentað í útgáfu Ólafs Davíðssonar í íslenzkum gátum,
skemtunum, vikivökum og þulum, III. bindi, Vikivakar og vikivaka-
kvæði, bls. 216-11, og að nýju í Kvœðum og dansleikjum II, bls. 47-
48, þar sem því var fenginn staður meðal afmorskvæða. Ekki getur
kvæðið talist til vikivakakvæða, eins og þau hafa verið skilgreind. Sé
endurtekningum sleppt er hátturinn ferhendur, en þó er breytt út af í
lokin, eins og fyrr sagði. Sjötta erindi sker sig úr að því leyti að þar eru
hvorki stuðlar né heldur er endarím í 1. og 3. vísuorði, og svipar því
um þetta til fornkvæða:
Vaknar einn af rekkum *Hálfs,3
þanninn brá honum við,
þanninn eykur, þanninn leikur,
lagðist síðan niður.
Menjaþöll í máli snjöll.
Önnur erindi kvæðisins eru ferskeytt. Tvö a. m. k. eru úr gömlum
rímum, og kynni að vera eins háttað um fleiri, þótt ekki verði á það
bent að svo komnu. Vísan Menjaþöll í máli snjöll (7. er.) er úr Klerka-
rímum, 51. er. í fyrstu rímu, prentuð í Rímnasafni Finns Jónssonar, 2.
bindi, bls. 867. Meginmálstexti prentuðu útgáfunnar (eftir AM 604h
4to) er á þessa leið:
Menjaþöll í máli snjöll
mun nú verða að inna
blíðuleik og brögðin öll,
best mun óði að linna.
3 Leiðrétt. Hndr.: Njáls.