Gripla - 01.01.1984, Síða 151
F ORNKVÆÐAS P JALL
147
frjálslegri afstöðu til texta fyrr á öldum en nú þætti hæfa. En mörg
dæmi eru um kvæði og þá einnig sagnadansa sem rekja má í fleiri eða
færri uppskriftum eftir fólki á 17. öld og síðar, allt til þess að farið var
að prenta þennan skáldskap á öldinni sem leið, og hafa oft ekki tekið
meiri breytingum en gera má ráð fyrir, þótt fólk beri sig að reyna að
muna fremur en að kveða kvæðið upp. Svipað mætti segja um sumar
þulur. Dæmi úr þeirri átt er Þornaldarþula, sem var skrifuð upp eftir
því sem fólk flutti hana á síðari hluta 17. aldar, og síðan oft og mörgum
sinnum á 18. og 19. öld, og verður ekki séð að reynt hafi verið að
endursemja hana; þó er hún drjúglöng og með afbrigðum ruglingsleg,
svo að búast hefði mátt við gagngerum breytingum. Það er vissulega
með öll kvæði og þulur, sem fólk hefur kunnað, að varla er farið með
sama texta tvívegis óbreyttan, og jafnvel ekki þótt sami maður flytji
tvisvar. En það eru ekki alltaf breytingar af því tagi að talist geti sjálf-
stæð eða meðvituð endursköpun. Af innlendum kveðskap eru það lík-
lega öðru fremur þulurnar, sem var borið við að endurskapa í flutningi,
og þá oft með því móti að fella þulur eða einstaka þuluhluta saman á
mismunandi vegu, svo að úr urðu nýjar og nýjar þulufléttur eða þulu-
heildir. Vésteinn tekur ekki mikið af um sagnadansana í þessum efnum,
en þó virðist hann fremur þeirrar skoðunar að fólk hafi lært þá hér á
landi, að svo miklu leyti sem rakið verður eftir að skrásetning kvæð-
anna hófst. Hins vegar gerir hann ráð fyrir meiri sjálfstæðri sköpun á
þeim tímum þegar kvæðin voru að berast til landsins, og má það vel
vera. Vésteinn virðist gera ráð fyrir því að kvæðin hafi fremur verið
kveðin upp á 17. öld en síðar varð á 18. og þó einkum 19. öld, en fyrir
þessu eru varla færð skýr rök. Mér virðist sem þar séu dregnar ályktanir
af ytri aðstæðum og líkindum fremur en af varðveittum textum kvæð-
anna sjálfra. A. m. k. hefði verið æskilegt að fá hér nánari rökstuðning
byggðan á athugun íslensku kvæðatextanna í uppskriftum frá mismun-
andi tímum. Væri raunar fróðlegt að rekja tilbrigði kvæðanna í ein-
stökum uppskriftum til að sjá í hverju breytileikinn er einkum fólginn.
Útgáfa Jóns Helgasonar á kvæðunum er kjörinn grundvöllur slíkrar
rannsóknar.
Yfirleitt er gert ráð fyrir því að fornkvæðin íslensku hafi verið kveðin
í dansi, og það hafa fræðimenn á okkar tímum í huga, þegar þeir gefa
kvæðunum heitin frásögudansar, sem Björn Karel Þórólfsson notaði í
riti sínu Rímur fyrir 1600, og sagnadansar, sem nú er orðið almennt
heiti. Frómt frá sagt hafa þó engar beinar heimildir komið fram um