Gripla - 01.01.1984, Page 152
148
GRIPLA
þessa notkun íslensku kvæðanna, og er reynt að skýra það með almenn-
um heimildaskorti, sem ekki er lítill. Síðan er ályktað út frá því að
hliðstæð kvæði eru kveðin í dansi í Færeyjum og hafa að ætlun manna
dunað í dansi annars staðar á Norðurlöndum á miðöldum. Færeyskar
dansvenjur eru haldreipið, og af því leiðir að nærtækt er, að ekki sé
sagt nauðsynlegt, að svipast um eftir færeyskum dansi í íslenskum dans-
heimildum, eða einhverju sem honum líkist.
Vésteinn prentar upp elstu heimildirnar, og er þar allt á sínum stað
frá Jóns sögu til Sörlarímna. Vísan Loftur er í eyjum er að venju talin
dans, og tilfærður er dans Þórðar, Mínar eru sorgir þungar sem blý,
sem Vésteinn tekur aftur til athugunar síðar í bókinni (bls. 49).
Ekki veit ég hvort ég geri rétt í því að nefna í þessu sambandi dans-
kvæði Þorbjargar digru í Jarlmanns sögu og Hermanns. Þó verð ég að
hætta á það, einkum vegna þess að það hefur oft orðið útundan þegar
menn eru að velta fyrir sér þessum fáu dæmum úr miðaldaritum, sem
kynnu að gefa vísbendingu um forna dansa. í AM 556b 4to, handriti
Jarlmanns sögu og Hermanns frá því um 1475 eða frá síðasta fjórðungi
15. aldar, minnir tilvísunin til kvæðis Þorbjargar dálítið á tilvísun í
Sturlungufrásögninni um dansinn sem Þórður Andrésson á að hafa
kveðið 1264. í Sturlungu:
Og þá hrökkti Þórður hestinn undir sér og kvað dans þenna við
raust: Mínar eru sorgir þungar sem blý.
í AM 556b 4to, Jarlmanns sögu og Hermanns:
Eigi þóttist Austvestan ólætin heyrt hafa, fyrr en hún byrjaði sinn
dans. Þetta var hennar kvæði: Karl skröggvaði undan hörpu sinni.
í öðru handriti sögunnar, AM 510 4to, frá 16. öld, er kvæði Þorbjargar
haft lengra, hvort sem það er upphaflegt eða einhver hefur seinna aukið
framan við: Brúsi átti byggð í helli, / hann var klæddur skinni. / Karl
skröggvaði undir hörpu sinni. I þessari mynd minnir kvæðið á sum
viðlagserindi vikivakakvæða á 17. öld og raunar einnig á R-hlutann í
venjulegu vikivakaerindi. (Kvœði og dansleikir I, bls. cxli. Sbr. Davíð
Erlingsson, Illuga saga og Illuga dans, Gripla I, bls. 35-36.)
í annarri gerð Jarlmanns sögu og Hermanns er kvæði Þorbjargar:
Brúsi átti byggð í helli / oft var hann síð á felli. Eða með endurtekn-
ingu í lokin: Brúsi átti byggð í helli / var hann löngum seint á felli /