Gripla - 01.01.1984, Side 153
F ORNKVÆÐASP J ALL
149
síð á felli. Sagan hefur ekki verið gefin út með samanburði og flokkun
handrita, og er textagrundvöllurinn ótraustur meðan svo er. Þó er hætt
við að margt verði áfram óljóst um kvæði Þorbjargar, eins og er um
dansinn í Sturlungu, en engu að síður virðist það eiga heima í umræð-
um um þessa elstu dansa.
Vésteinn víkur að hugsanlegum skyldleika vikivaka við færeyskan
dans. Það verður ekki hrakið sem segir á bls. 41, að dansspor í vikivaka
gætu verið þau sömu sem eru m. a. í færeyskum dansi, en eftir sem áður
skortir áþreifanleg rök. Önnur atriði koma skýrar fram í lýsingum á
vikivaka. í Crymogæuþýðingu frá 17. öld er sagt að til vikivakans fari
bæði karlmenn og kvenmenn, og taki karlmennirnir sér í hönd stúlku
eða konu, svo að hvort stígi þar við annað. í öðrum lýsingum og í
kvæðum virðist koma fram að þátttakendur í vikivaka kveði kvæði á
víxl, karl kveður til konu og kona til karls: Á báðar síður bráðleg staka
/ býtist rétt um hringinn kring. Ég sé ekki ljóslega fyrir mér færeyskan
dans með þessum einkennum vikivaka. Það er íhugunarefni hvort ekki
mætti allt eins hugsa sér skyldleika með færeyskum dansi og þeirri
danstegund, sem nefnd er dansinn í Crymogæuþýðingunni og lýst svo,
að einn kveður fyrir, sem er dansmaðurinn, og tveir eða fleiri kveða
undir, en aðrir dansa eða stíga rétt eftir því sem fyrir er kveðið. í dans-
inum sem lýst er í Jarlmanns sögu og Hermanns er gert ráð fyrir líkri
skipan kvæðamanna, og á hún sýnilega rætur aftur á miðöldum. Auð-
vitað dylst engum að þessi lýsing er ekki í samræmi við færeyskan dans,
eins og hann hefur verið iðkaður a. m. k. á síðustu öldum. En þá ber
enn einu sinni að taka það fram að heimildir eru litlar og flestar fremur
ungar, og fjölbreytni kann að hafa verið meiri en við rennum nú grun
í. Það er nægilegt svigrúm fyrir tilgátur.
Vésteinn virðist hallast að því að sagnadansar hafi verið kveðnir á
gleðisamkomum eftir siðaskipti og jafnvel líka rímur (bls. 43). Þætti
mér sennilegt, ef rétt væri, að þessi kveðskapur hefði ekki síður hentað
kvæðamönnum í dansinum en þátttakendum í vikivaka. En hvorki
sagnadansa né rímna verður vart í heimildum um danskvæði þessara
tíma, og að því er rímur varðar er ólíklegt að slík notkun þeirra kæmi
ekki fram í mansöngvum, ef hún hefði verið einhver að marki. Vin-
sældir vikivakakvæða í vikivaka leyna sér ekki.
Vikivakakvæði hafa verið í miklum metum hér á landi á 17. og 18.
öld. Við slík kvæði virðist Jón Ólafsson úr Svefneyjum (1731-1811)
eiga í riti sínu, Om Nordens gamle Digtekonst, 1786, bls. 247, §7: