Gripla - 01.01.1984, Síða 156
152
GRIPLA
í riti sínu, Om Nordens gamle Digtekonst, 1786, bls. 69, leggur Jón
Ólafsson úr Svefneyjum hins vegar áherslu á skyldleika rímnahátta við
forna runhendu með fjórum risum í vísuorði: Þiggja kná með gulli
glöð / gotna ferð að ræsi mjöð o. s. frv. Þessi skoðun kemur einnig fram
síðar.
I Corpus poeticum boreale, 1883, víkur Guðbrandur Vigfússon að
upptökum ferskeytlunnar, sem hann telur sniðna eftir alkunnum sálma-
hætti frá miðöldum. Sem dæmi tekur hann þó ljóðlínur úr vagant-
skáldskap, kvæði eftir 12. aldar skáldið Archipoeta: Meum est pro-
positum in taberna mori o. s. frv. Jafnframt talar Guðbrandur um
franskar fyrirmyndir rímna og á þar líklega við frönsk sagnakvæði.
Vésteinn tekur upp ummæli Guðbrands (bls. 60) og rekur áfram helstu
kenningar um uppruna rímnahátta. Hann vitnar m. a. í bókmenntasögu
Finns Jónssonar, í annarri útgáfu 1920-24.
Hugmyndir Finns um upptök rímnahátta voru þó mótaðar nokkru
fyrr. Hann setur þær fram á prenti í riti sínu, Stutt íslenzk bragfrœði,
1892. Finnur andmælir þar skoðunum sem komið höfðu fram að
rímnahættir væru lagaðir eftir hinni fornu runhendu, ekki aðeins staf-
hendur og samhendur háttur rímna, sem gæti virst trúlegt, heldur einnig
ferskeytla, þrátt fyrir víxlrímið. Um þetta segir Finnur í bragfræðinni
1892:
Uppruni rímnalaganna er ekki með öllu ljós. Halda sumir, að þau eigi rót sína að
rekja til hinnar fornu runhendu, en það er ýmislegt, sem móti því mælir, fyrst og
fremst það, að það rímnalagið, sem efalaust er elzt og því ætti að líkjast runhend-
unni hvað mest, er í rauninni alls ekki runhent í eiginlegum skilningi orðsins; þau
vísuorð, sem hendingar standa í, fara þar ekki hvort á fætur öðru, og því getur þar
engin runa myndazt. Vjer hyggjum því, að hið elzta rímnalag sje tekið eptir lat-
ínskum kvæðalögum, og vjer vitum, að þau vóru kunn á íslandi allsnemma og
löngu fyr, en nokkur ríma var ort.
Þessu til staðfestingar tekur Finnur latneska vísu úr tíðasöng Þorláks
helga, sem þá var fyrir skömmu prentuð í riti Jóns Þorkelssonar, Om
digtningen pá Island, 1888. Síðan heldur Finnur áfram og segir á þessa
leið:
Þessi vísa er beinlínis með því lagi, sem kallað er ferskeytt, og það er þessi
háttur, sem vjer ætlum hafi verið fyrirmynd þess rímnalags, sem elzt er. Hinu vilj-
um vjer þó ekki neita, að runhendan hafi stutt að því, að rímnahættirnir urðu, eins
og þeir vóru, eða rjettara sagt, vitneskjan um, að hendingar vóru stundum hafðar í
niðurlagi vísuorðanna í hinum eldra kveðskap.