Gripla - 01.01.1984, Side 157
FORNKVÆÐASPJALL
153
Úrkast taldi Finnur að hefði myndast með því að stytta 2. og 4. vísu-
orð í ferskeyttu lagi. í stafhendu og samhendu viðurkenndi Finnur að
mætti tala um runhent.
I fyrri útgáfu bókmenntasögunnar, III. bindi, 1902, bætir Finnur við
ábendingu um erlenda hliðstæðu samhendunnar og tekur sem dæmi
vísu úr latneskum kirkjusöng. Jafnframt tekur hann fram að notkun
samhendra hátta hafi ekki verið íslenskum rímnaskáldum torveld, þar
sem þeir féllu í rauninni saman við hinn forna runhenda hátt. í síðari
útgáfu bókmenntasögunnar, III. bindi, 1924, heldur Finnur við fyrri
skoðanir, en bætir við í neðanmálsgrein tilvísun í rit Eriks Noreens,
Studier i fornvdstnordisk diktning, 1923, þar sem haldið er fram áhrif-
um sagnadansa á rímnahætti. Finnur gengur svo langt að viðurkenna
að dansaskáldskapur kunni að hafa átt einhvern þátt í mótun rímna-
hátta.
Smám saman varð ofan á skoðun þeirra sem töldu rímnahætti lagaða
eftir dansaháttum, og er það skilmerkilega rakið í bók Vésteins. Grund-
völlur þessarar kenningar eða forsenda hennar er sú hugmynd að
sagnadansar taki að berast til íslands svo snemma að þeir hafi verið
fyrir í landinu þegar rímnagerðin mótaðist. Einna skýrast er kenningin
sett fram í riti Björns Karels Þórólfssonar, Rímur fyrir 1600, 1934, og
virðist hún eftir það almennt viðurkennd sem óyggjandi staðreynd. í
þeirri trú var farið að nota rímur sem tímamark, terminus ante quem,
til að ákvarða aldur sagnadansa hér á landi, og var þannig ein kenn-
ingin látin bera aðra uppi. Rímurnar skyldu sanna að sagnadansagerðin
væri gömul í landinu, og síðan voru sagnadansar notaðir til að skýra
upptök rímna. Satt að segja virtist þetta ætíð heldur ótraust bygging.
Vésteinn fjallar um uppruna nokkurra rímnahátta, sem hann telur
vera frumhætti, í ágætri grein í Skírni 1976, Nýmæli í íslenskum bók-
menntum á miðöld. Hann sýndi þar fram á með tilvitnunum og dæmum
að ferskeyttur háttur átti sér nægar hliðstæður í lýriskum kveðskap,
trúarlegum og veraldlegum, í nálægum löndum, ekki einvörðungu í
latínuskáldskap, heldur einnig í skáldskap á þjóðtungum. Sama máli
gegnir um stafhendu. Þá benti Vésteinn á erlendar hliðstæður skáhend-
unnar, sem fræðimenn höfðu talið íslenska tilbreytni (t. d. Finnur Jóns-
son og Björn Karel Þórólfsson), og tók einnig dæmi til að sýna að
úrkast gæti átt sér fyrirmynd í evrópskum ljóðum.
Hugmyndir um skyldleika með frönskum sagnaskáldskap og íslensk-