Gripla - 01.01.1984, Page 158
154
GRIPLA
um rímum virðast ekki hafa vakið mikla athygli lengi framan af, þótt
eitthvað slíkt svifi fyrir Guðbrandi Vigfússyni. Sir William Craigie setti
löngu síðar fram kenningar urn áhrif erlendra sagnakvæða á íslenskar
rímur. Vésteinn vitnar í grein sinni í Skírni í Sýnisbók íslenzkra rímna,
1952, þar sem Craigie ber rímurnar saman við löng sagnakvæði erlend,
chansons de geste í Frakklandi, löng kvæði um þjóðleg efni og erlend
í Þýskalandi og gömul rímuð sagnakvæði (metrical romances) í Eng-
landi. Því má skjóta inn að svipaðar skoðanir höfðu komið fram í fyrir-
lestri sem Craigie hélt í viðhafnarsal Háskóla íslands, 30. júní 1948, og
var hann gefinn út sem Aukarit Rímnafjelagsins I, 1949, Nokkrar at-
huganir um rímur. Vésteinn heldur þessum athugunum áfram og ber
saman íslenskar rímur og þýskan kveðskap og enskan, þar sem hann
finnur nánasta samsvörun við rímur. Niðurstaða Vésteins er í stuttu
máli að sú skýring að erlend áhrif á rímnagerðina hafi borist með sagna-
dönsum fái engan veginn staðist. Skyldleiki rímnanna við löng evrópsk
frásagnarkvæði, eðlisóskyld sagnadönsum, sé meiri en svo. Mikilvægi
þessarar niðurstöðu fyrir sögu sagnadansa á Islandi dylst ekki, þegar
haft er í huga að þáttur sagnadansa í mótun rímna hafði hjá mörgum
verið aðalröksemd fyrir háum aldri þessara kvæða hér á landi. Með
því að skýra uppkomu rímna á annan veg var kippt burt traustustu
aldursrökum, sem menn töldu sig hafa, og ótvíræðasta vitnisburðinum
um langa og mikla sögu sagnadansanna á íslandi á miðöldum. Helstu
merkjanleg áhrif sagnadansa á íslenskar bókmenntir, svo að ekki sé
sagt einu áhrifin, þáttur þeirra í mótun rímna, var ekki lengur stað-
reynd.
Vésteinn heldur þessum rannsóknum áfram í doktorsritgerð sinni,
dregur fram fleiri dæmi og beinir sjónum sínum einkum að enskum
rímuðum sögum (metrical romances), þar sem má finna líkingar, ekki
einungis í frásagnarhætti, þáttaskilum í sögunni og inngangserindum
fyrir þáttum, heldur einnig að því er varðar bragform. Hættir hliðstæðir
ferskeyttum hætti og stafhendu koma ekki einungis fyrir í lýriskum
kveðskap útlendum, heldur einnig í frásagnarkvæðum.
A bls. 73 tekur Vésteinn þó fram að ekki hafi tekist að finna kvæði
sem megi að öllu leyti jafna til rímna, þrátt fyrir mikil líkindi. í fram-
haldi af því leiðir hann hugann að hugsanlegum glötuðum kveðskap á
enska tungu frá því um 1300, sem kunni að hafa líkst enn meira ís-
lenskum rímum. Hann ræðir líkur þess að slíkur kveðskapur hafi verið
þekktur í Noregi og þá einkum í verslunarmiðstöðinni í Björgvin, sem