Gripla - 01.01.1984, Síða 160
156
GRIPLA
rímurnar, og fer því þó fjarri að þar liggi allt ljóst fyrir. Ein stök ríma
er skrifuð upp í Flateyjarbók, og síðan ekki söguna meir fyrr en undir
lok 15. aldar og síðar, þegar rímur birtast á ný á bókum. Og þó ein-
göngu rímnatextinn. Um hinn þáttinn, flutning rímnanna á fyrri tímum,
vitum við miklu minna.
I þriðja kafla fjallar Vésteinn um sögu sagnadansa á Islandi almennt
og einkum þó um atriði sem varða aldur þeirra, um hvaða leyti þeir
fari að berast, hvenær þorri þeirra hafi komið og hve lengi þeir haldi
áfram að flytjast hingað. í því sambandi nefnir hann orðið fornkvæði,
en telur að ekki megi ráða af notkun þess að fólk hafi endilega talið
kvæðin ævagömul. Þessu get ég verið sammála. Forn þyrfti hér líklega
ekki að hafa stórum aðra merkingu en orðið gamall. Fornkvæðin voru
gömul kvæði, og þar við bættist að höfundar voru ókunnir. Það er allt
eins líklegt að kvæði geti talist forn á 17. öld, þótt ekki séu þau eldri
en frá öldinni næstu á undan. Þessu til stuðnings má nefna dæmi frá því
fyrir tíma fornkvæðasöfnunarinnar hér á landi. í Vísnabók Guðbrands
biskups Þorlákssonar 1612, bls. 300-302, er Nýárs vísa, Anno MDXC-
vij, þá þrjár formyrkvanir sáust á einu ári, á sólu og tungli. Lagboðinn
er: ‘med Lag sem þad Fornkuæde, Vier lofum þann Gud sem leyst
hefur oss og liet sig negla vppa Kross’. Það vill svo til að kvæði með
þessu upphafi og sama bragarhætti er varðveitt í handriti í Stokkhólmi,
Papp. 8vo nr. 23, bl. 59v-60r. Höfundur er mér ókunnur, en handritið
mun vera frá síðari hluta 17. aldar. Af upphafserindi má fá hugmynd
um kvæðið, sem varla getur verið fjarskalega gamalt:6
Vér lofum þann guð sem leyst hefur oss
og lét sig negla upp á kross,
dundi af sárum dreyrafoss
þar digrir naglar skáru
hans hendur og fætur sáru.
Breiddi hann út, út, út,
breiddi hann út,
breiddi hann út sinn blessaða faðm
með blíðu hjarta og kláru.
Annað dæmi má taka um orðið fornkvæði, sem er utan við sagna-
dansasöfnunina og hefur því ekki komist í hámæli. Það er í kvæði sem
6 Hér er út frá því gengið að ‘Fornkuæde’ eigi að skiljast sem ‘fornkvæði’.
Hugsanlegt væri að lesa úr orðinu ‘fórnkvæði’, en heldur virðist það verri kostur.