Gripla - 01.01.1984, Page 161
F ORNKVÆÐAS P J ALL
157
eignað er sr. Eiríki Hallssyni á Höfða (1614—98) og nefnist Landbúa-
Ijóð. Þetta kvæði er athyglisvert á ýmsan hátt, en hefur ekki komist á
prent. Ég styðst hér við AM 441 12mo, en þar eru Landbúaljóð á bls.
17-23. í kvæðinu er kafli um kvæðaskemmtun og telur sr. Eiríkur upp
allmörg fornsöguskáld. Undir lok kaflans er eftirfarandi erindi:
Friðþjófs numda7 eg
fáar stökur
og Norðmanna
nokkrar vísur,
falleg Norvegs
fornkvæði gömul,
sem kerlingar
klifuðu forðum.
í öðrum handritum, Lbs. 1070 8vo, bls. 578, Lbs. 851 4to, bls. 137, og
Add. 11.191 í British Library, stendur: sem kerlingar / klifuðu í húmi.
Þetta minnir ekki lítið á ummæli Snæbjarnar Pálssonar um kerlingarnar
sem kunnu ókjör af fornkvæðum, þegar hann var barn. Þá félli þetta
einnig að niðurstöðu Vésteins og annarra, sem gera ráð fyrir því að
mikill fjöldi íslensku kvæðanna sé kominn frá Noregi. Á hinn bóginn
kynnu að verða um það skiptar skoðanir hvort fornkvæði vísi hér endi-
lega til sagnadansanna eða hversu mikið megi byggja á orðum skálds-
ins. Því er ekki að leyna að sr. Eiríkur er í fornaldarskapi, þegar hann
yrkir kvæðið, og gæti þess vegna haft eddukvæði eða fornsögukvæði í
huga. Þó er erindið næsta á eftir um rímnaskemmtun.
í íslenzkum fornkvœðum VIII, bls. 116, hefur Jón Helgason sett
fram þá hugmynd að notkun orðsins fornkvæði um sagnadansa kunni
að eiga rót sína að rekja til þess að kvæðin hafi úrelst þegar vikivaka-
kvæði urðu vinsæl sem danskvæði hér á landi. Um þetta verður vitan-
lega ekkert fullyrt, vegna þess hve dansheimildir eru litlar. Ætli hér
kæmu ekki líka til greina áhrif frá kvæðabók Vedels, sem kom út 1591?
Þar eru dönsku kvæðin talin gömul.
Vésteinn gerir grein fyrir hugmyndum sem Svend Grundtvig hafði
um háan aldur íslensku kvæðanna og rekur áfram helstu kenningar
fræðimcnna eftir daga Grundtvigs. Fróðlegt væri að vita eitthvað um
7 Þannig verður orðið helst lesið í 441; í öðrum handritum stendur: mundi
(munda).