Gripla - 01.01.1984, Blaðsíða 162
158
GRIPLA
skoðanir manna fyrr á tímum, áður en rómantíska stefnan tók að móta
hugi fólks og þjóðsagnaöldin gekk í garð. En þar bregðast líklega heim-
ildir að rnestu. Jón Ólafsson úr Svefneyjum víkur þó að kvæðunum í
bók sinni Om Nordens gamle Digtekonst, 1786. Þar á bls. 196 er grein
um stuðla og höfuðstafi, prýði hins íslenska skáldskapar, sem góð skáld
hafi ætíð haft fullar gætur á. Aftan við er svolátandi smáletursklausa:
Vel kiender jeg endeel poetiske Misfostere, noget ældere end Reformationen, op-
satte i de tydske og danske Kiempe-Visers Tone, hvor ingen Rim-Bogstave, ingen
anden poetisk Regelmæssighed finder Sted, men disse h0re derfor ei heller til
smukke Digtes Tal. Det samme gielder og om nogle Kirke-Sange, i Poesien heel
maadelige, endskipndt meget gode til aandelig Opbyggelse.
Þulur nefnir Jón ekki í þessu sambandi, og hefur líklega ekki talið þær
umtalsverðan skáldskap.
Vésteinn ræðir áfram kenningar og aldursrök, sem fyrri fræðimenn
hafa beitt, og metur gildi þeirra. Hann fjallar í alllöngu máli um kenn-
ingar Gustavs Albecks, sem taldi sig sýna fram á það að danskir sagna-
dansar væru heimild höfundar Knýtlingasögu um nokkra atburði frá
12. öld. Vésteinn sýnir ljóslega fram á haldleysi þessara kenninga. Áður
hafði Helge Toldberg komist að líkri niðurstöðu (1958), og sama sinnis
er Bjarni Guðnason í formála fyrir íslenzkum fornritum, XXXV. bindi,
Danakonunga sögum, 1982, bls. clii-cliii. Kenningar Albecks vörðuðu
raunar sögu kvæðanna í Danmörku fremur en sögu íslensku kvæðanna,
eins og Vésteinn tekur fram á bls. 90.
Málfar sagnadansa hefur verið notað að vissu marki til aldursá-
kvörðunar. Finnur Jónsson sýndi fram á það fyrstur manna að kvæðin
voru ort að mestu leyti í samræmi við fornt hljóðdvalarlögmál tung-
unnar. Síðari rannsóknir á hljóðdvalarbreytingunni sýna að hún hefur
tekið drjúglangan tíma og merki um gamla hljóðdvöl er enn að finna
á fyrri hluta 17. aldar. Forn hljóðdvöl í kvæðunum bendir þó væntan-
lega til þess að þorri þeirra hafi borist hingað fyrir 1600 eða ekki öllu
síðar.
I sumum sagnadönsum er málfar klúðurslegt og hrynjandi stirð, og
telur Vésteinn að þess gæti einkum í kvæðurn sem ætla má af öðrum
ástæðum að hafi borist með seinni skipunum frá Danmörku; þessi ein-
kenni minnki og séu stundum horfin í uppskriftum frá 18. og 19. öld,
þegar þær eru fyrir hendi (VÓ, bls. 100).
Greinin um áhrif sagnadansa í íslenskum bókmenntum verður snubb-
ótt, og var líklega ekki við öðru að búast. Innlenda sagnadansahefð þarf