Gripla - 01.01.1984, Side 164
160
GRIPLA
Svipuð skoðun kemur fram í bókmenntasögu Jóns Helgasonar, Nor-
r0n litteraturhistorie, 1934, bls. 221. Jón telur að mörg kvæðanna séu
dönsk að uppruna, en nokkur norsk, og sennilega hafi þau flust hingað
mest frá Noregi, þótt erfitt sé um að dæma vegna þess hve norsku
kvæðin voru seint skrifuð upp. Orðrétt segir Jón: ‘Direkte overfpring
af danske folkeviser til Island kan ogsaa tænkes i 15. og 16. aarh.’
Vesturnorræn kappakvæði náðu ekki fótfestu á Islandi, svo að vitað sé,
og skýrir Jón það með vinsældum rímna sem fyrir voru og fjölluðu um
svipuð efni. Þetta var einnig skoðun Liesttíls. (Edda IV, 1915, bls. 22-
27.)
Af orðum Vésteins á bls. 109 verður ljóst að hann telur að sagna-
dansar hafi getað borist hingað beint frá Danmörku hvenær sem var
eftir 1400, en sennilegast sé að þeir berist þaðan á tímabilinu frá miðri
16. öld og frarn um 1600.
í fjórða og síðasta kafla bókarinnar er fjallað um einstaka sagna-
dansa, og beinist rannsóknin einkum að uppruna þeirra og aldri.
Öðrum þræði virðist þessum langa kafla og raunar einnig fyrri köflum
bókarinnar ætlað að vera aðgengileg kynning á íslenskum sagnadöns-
um og því helsta sem um þá hefur verið skrifað til þessa. Söguefni
kvæðanna er rakið og fræðilegt mat lagt á kenningar fyrri manna.
Höfuðþáttur þessa kafla er þó samanburður Vésteins á íslenskum
sagnadönsum og hliðstæðum erlendum kvæðum, einkum dönskum,
norskum og færeyskum. Um það efni mun síðari andmælandi fjalla hér
á eftir.
Allur þorri íslensku kvæðanna er af erlendum uppruna, og reynir
Vésteinn að kveða á um hvert einstakt kvæði, hvaðan það hafi borist
hingað og á hvaða tímaskeiði. Þessar niðurstöður byggjast einkum á
samanburði við erlendu kvæðin, en einnig er tekið mið af málfari og
brag íslensku kvæðanna. Hreint mál og lipur kveðandi þykir benda á
norskan (eða færeyskan) uppruna og kvæðið hafi þá borist hingað til
lands eigi síðar en um 1540. Aftur á móti séu ambögur og stirðbusaleg
kveðandi vísbending um, að kvæðið hafi lifað skamma hríð á vörum
fólks, sé danskrar ættar og komið til landsins um eða eftir siðaskipti.
Þessi kennisetning er sennileg og kann að vera rétt í höfuðdráttum.
Það er trúlegt að efni frá Noregi hafi einkum borist hingað fyrir siða-
skipti. Hæpnari virðist þessi regla þegar henni er beitt afdráttarlaust
við danskættuð kvæði. Samskipti Dana og íslendinga aukast reyndar
jafnt og þétt eftir siðaskiptin, og þar með eru tvímælalaust vaxandi líkur