Gripla - 01.01.1984, Page 165
FORNKVÆÐASPJALL
161
á því að dönsk kvæði berist hingað. Á hinn bóginn er sambandi þjóð-
anna þannig háttað á 15. öld og á fyrri hluta 16. aldar að ekki virðist
algjörlega girt fyrir flutning kvæða hingað frá Danmörku á þeim tím-
um. Það er ógnar sennilegt að klúðurslegt málfar og stirðleiki í brag
minnki við ítrekaðan munnlegan flutning, þar sem einn nemur af
öðrum. En hins er einnig að gæta að málfar og bragur getur í upphafi
ráðist af því hversu hagur kvæðamaðurinn er sem flytur efni af einni
tungu á aðra. Ætli mætti ekki líka ímynda sér að misjafnar kröfur hafi
verið gerðar til kvæðamanna í þessum efnum á mismunandi tímum?
Jafnvel mætti ganga feti lengra og giska á það að mismunandi hlutverk
sem ætlað var kvæðunum kunni að ráða hér einhverju um. Það væri
t. d. ekki óeðlilegt að kvæði sem ætlað væri beint í dansinn lyti öðrum
lögmálum en kvæði sem gegndi einhverju óskyldu hlutverki. Þá verður
líka að viðurkenna að samskipti íslendinga við Norðmenn og Færey-
inga eru ekki með öllu úr sögunni eftir siðaskipti, þótt verulega dragi
úr þeim. Vésteinn getur þess á bls. 108 að Færeyingar kunni að hafa
komið hér við á síðari öldum í þjónustu danskra manna og einnig hafi
leiðir íslendinga og Færeyinga legið saman í Kaupmannahöfn. Það
sama gæti víst gilt um Norðmenn og íslendinga. Hér er ekki stund til
að rekja dæmi. Ég nefni rétt af handahófi hvalveiðibátana dönsku sem
hrakti hingað 1621. Skipbrotsmenn voru illa haldnir, og urðu sumir
þeirra eftir hér á landi veturinn 1621-22. Um þessa eftirlegumenn segir
Björn Jónsson á Skarðsá: ‘lágu 9 af þeim skipbrotsmönnum norskum
hér í landi um veturinn, fjórir kaldir; hinir sigldu allir.’ (Annálar 1400-
1800 I, bls. 215. Sbr. einnig Griplu IV, bls. 224-25.) Varla hefur það
verið einsdæmi að norskir menn réðust á dönsk skip sem hingað bar,
hvort heldur þau sigldu til hvalveiða eða vegna kaupskapar. Og hefðu
sumir getað ílengst. Það virðist því rétt að gera ráð fyrir undantekning-
um, þótt hitt geti verið meginregla að norskt efni hafi borist hingað
fyrir siðaskipti.
Ég hef ekki hirt um að gaumgæfa smávægilegar misfellur, sem kynnu
að vera á bók Vésteins í prófarkalestri og frágangi, enda hefur mér sést
yfir, ef þær eru giska margar. Vésteinn þarf víða að draga saman efni
og rekja flóknar rannsóknir í höfuðdráttum. Það er jafnan gert á
glöggan hátt, svo að efnið verður aðgengilegt fyrir lesendur, einnig þá
sem lítt þekkja til áður. Þetta er auðvitað kostur á bókinni, en jafnan
er sú hætta að niðurstöður verði um leið einfaldaðar. Ég skal taka eitt
lítið dæmi til skýringar. Á bls. 16-21 er kafli um fornkvæðasöfnun á
Gripla VI — 11