Gripla - 01.01.1984, Síða 166
162
GRIPLA
íslandi, og er byggt á inngöngum Jóns Helgasonar að útgáfu hans á
íslenzkum fornkvœðum, þar sem Jón gerir nákvæma grein fyrir upp-
runa kvæðahandritanna, sambandi þeirra, skrifurum og aldri. A bls. 17
stendur að Gissur Sveinsson hafi vafalaust (undoubtedly) hafið söfnun
kvæðanna á íslandi og er einungis nefnd fornkvæðabókin frá 1665, auk
þess sem segir ofar á síðunni að raunveruleg söfnun kvæðanna hafi
byrjað á síðustu 35 árum 17. aldar, og er sýnilega miðað við 1665 sem
upphafsárið. Nú sýndi Jón Helgason fram á það í inngangi að Ijósprenti
kvæðabókar séra Gissurar Sveinssonar í Islenzkum ritum síðari alda,
2. fl. 2. bindi B, að til hefur verið glötuð eldri fornkvæðabók, sem Jón
kallar X. Eftir X var skrifuð kvæðabók séra Gissurar frá 1665, AM
147 8vo, og önnur bók sem Jón kallar Y og einnig er glötuð. Frá Y eru
runnar varðveittar kvæðabækur, B og með millilið Vi og Vs. Þá benti
Jón Helgason á þrjú blöð í AM 147 8vo, bl. 57-59, sem komin eru
fyrir misskilning inn í bókina, en hafa ekki fylgt henni frá öndverðu,
nema þá sem hlífðarblöð. Á þessum þremur blöðum er rithönd séra
Gissurar Sveinssonar, og leiðir Jón líkur að því að tvö þeirra séu upp-
köst frá þeim tíma þegar X var að verða til. Af þessu dregur Jón þá
ályktun að séra Gissur hafi sjálfur skrifað X, og líklega hafi hann orðið
til þess fyrstur manna á Islandi að setja fornkvæði á bækur. Sömu
skoðunar er Jón í Islenzkum fornkvœðum I, bls. xxxvii. X er eins og
Jón bendir á elsta íslenska fornkvæðahandritið, sem vitað er um. Ekki
er nein ástæða til að ætla að það hafi verið miklu eldra en handrit
Gissurar frá sumrinu 1665, en um aldur handritsins X verður þó ekkert
fullyrt nákvæmlega, þar sem bókin er töpuð. Fornkvæðasöfnunin er
hafin hér á landi ekki síðar en 1665, og líkur benda til þess að séra
Gissur Sveinsson sé upphafsmaður hennar. Um þetta virðist óþarft að
fullyrða frekar, enda gerir Jón Helgason það ekki þar sem hann greiðir
úr allri flækjunni.
Annað atriði þótt smávægilegt sé. Á bls. 20 er vikið að söfnun Forn-
fræðafélagsins í Kaupmannahöfn, og mætti skilja svo að mikill hluti
íslenska efnisins sem félaginu barst sé prentaður í Antiquarisk Tids-
skrift. Neðanmáls er vitnað í útgáfu Jóns Helgasonar, íslenzk forn-
kvæði IV, bls. xxiv o. á., sem er sjálfsagt misprentun fyrir ísienzk forn-
kvœði VI, bls. xxiv o. á., en þar segir einungis að í Antiquarisk Tids-
skrift hafi birst ‘udfprlige beretninger om det indsendte materiale’. í
tímaritinu birtust greinargóðar skýrslur um það sem sent var félaginu,
en ofmælt er að rnikill hluti sé prentaður þar.